Popp og rokk á mysingi

Henrik Björnsson.
Henrik Björnsson.

Laugardaginn 20. júlí kl. 17 fer fram annar Mysingur sumarsins í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri, en þá koma fram REA og The Cult Of One. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Listasumri og unnin í samstarfi Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.

REA er tónlistarkona frá Sviss sem semur og spilar tilraunakennda popp- og listatónlist. The Cult Of One er eins manns hljómsveit Henriks Björnssonar sem hefur gert það gott með Singapore Sling og Dead Skeletons. Henrik spilar kraftmikið bílskúrsrokk með hollow body gítar og trommuheila – fullt af fuzzi og bergmáli.

Rea

Nýjast