Fréttir

Alfreð bikarmeistari í trissuboga annað árið í röð

Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum 9 stiga mun. Þetta er annað árið í röð sem Alfreð fer með sigur af hólmi.

Lesa meira

Kveðja til Grindvíkinga frá bæjarstjórn Akureyrar

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar sent hlýjar kveðjur til Grindvíkinga í þeim hamförum sem nú ganga yfir.

 

Lesa meira

Öldungaráði Akureyrarbæjar Miður að máltíðir séu ekki í boði alla virka daga

Öldungaráði Akureyrarbæjar þykir miður að einungis sé gert ráð fyrir þremur niðurgreiddum máltíðum í viku í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku.

Öldungaráðið og Félag eldri borgara á Akureyri hafa að sögn Hallgríms Gíslasonar varaformanns Öldungaráðs ítrekað óskað eftir að máltíðir séu í boði alla virka daga, „en það hefur ekki tekist að koma því í gegn,“ segir hann. 

Bendir hann á að í flestum stærri sveitarfélögum landsins séu í boði fimm máltíðir í viku og að víða sé maturinn ódýrari en á Akureyri. „Það er nokkuð misjafnt hversu margir nýta sér þessa þjónustu, en að jafnaði eru það 40 til 50 manns í hverri máltíð,“ segir hann. 

 Enginn lýðheilsustyrkur

 Öldungaráð og Félag eldri borgara hvöttu nýlega til þess að eldri borgarar á Akureyri njóti lýðheilsustyrks líkt og tíðkast í mörgum sveitarfélögum landsins. Styrkurinn er mishár á  milli sveitarfélaga, en er oftast á bilinu 15 þúsund til 50 þúsund krónur á ári. Erindi um styrkinn var tekið fyrir á fundi Fræðslu- og lýðheilsuráðs bæjarins í nóvember síðastliðnum og þar var ákveðið að beina athyglinni að svo búnu að verkefninu Virk efri ár. Á þeim fundi var bókað að erindið yrði tekið upp að nýju fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2025.

Lesa meira

Töfrateppið slær í gegn og brúar kynslóðabilið

Mikið líf og fjör var á skíðasvæðinu í Hliðarfjalli um hátíðarnar. Um 6.500 manns komu í fjallið og nutu hressandi útiveru í fallegu en á köflum ansi köldu veðri.

Lesa meira

Framsýn og Þingiðn kaupa tvær orlofsíbúðir á Húsavík

Söguleg stund þegar stéttarfélög kaupa fyrstu tvær orlofsíbúðirnar á Húsavík. Framkvæmdir ganga vel og áætlað að afhenda íbúðirnar í byrjun ágúst.

Lesa meira

Mikið álag einkenndi starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri á liðnu ári

Mikið álag hefur verið á legudeildum SAk og rúmanýting hefur aukist töluvert milli ára. Dvalardagar í fyrra voru um 4% fleiri en var árið þar á undan.

Lesa meira

Dagsektir upp á 20 þús á dag vegna umgengni við lóð

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur samþykkt að leggja dagsektir á lóðarhafa við Hamragerði 15 á Akureyri, vegna umgengni við lóð, en önnur og vægari þvingunarúrræði hafa ekki borið árangur.

Lesa meira

Krabbameinsfélagið fékk tvær milljónir í minningu Aðalbjargar

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk tvær milljónir króna frá félögunum Gústaf Baldvinssyni og Þorsteini Má Baldvinssyni en féð er afhent til minningar um Aðalbjögu Hafsteinsdóttur sem orðið hefði 65 ára í dag, 11. janúar. Hún lést í ágúst á liðnu ári.

Lesa meira

Götuhornið- Um upplysingalæsi landans og meira

Ég get ekki stillt mig um að reyna að fá að nota Götuhornið ykkar til að vekja athygli á fjölmiðlafræði sem áhugaverðu námsvali. Ég held að fólk átti sig ekki á því hve mikil framtíð er í fréttamennsku á Íslandi.

Lesa meira

Um 2000 manns sóttu fjölbreytt helgihald jóla og aðventu í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli

Í kringum 1500 manns komu í Akureyrarkirkju, um 400 sóttu þjónustu í kirkjunum frammí firði og aðrir á viðburðum hér og þar á svæðinu. Samtals sóttu 5336 viðburði, þjónustu og starf í prestakallinu í desember þannig að næg voru verkefnin hjá prestum og starfsfólki Akureyrarkirkju.

Lesa meira