Fréttir

Háskólinn á Akureyri þátttakandi í Sjávarútvegsskóla GRÓ

Háskólinn á Akureyri hefur verið virkur þátttakandi í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna frá upphafi hans árið 1998. Skólinn er nú nefndur Sjávarútvegsskóli GRÓ, eftir að hann var fluttur undir GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Norðurþing og Þingeyjarsveit senda hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur

Norðurþing og Þingeyjarsveit hafa sent hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur.  

,,Sveitarstjórn Norðurþings sendir hlýjar kveðjur og styrk til íbúa Grindavíkur og samúðarkveðjur til þeirra sem hafa misst. Einnig til kollega sinna í bæjarstjórn Grindavíkur sem horfa fram á forsendubrest og algera óvissu um framtíðaráform. Sveitarstjórn hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að leggjast á eitt með að finna sem allra fyrst lausnir sem tryggja íbúum Grindavíkur heimili og nauðsynlegan stuðning við þessar erfiðu aðstæður sem eru uppi."

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar  orðar kveðju þeirra svona:

,,Fyrir hönd Þingeyjarsveitar sendir sveitarstjórn hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur. Það er afar átakanlegt að fylgjast með þeim atburðum sem nú eiga sér stað og sjá enn og aftur hversu lítils við megum okkar gagnvart náttúrunni. Hugur okkar allra er hjá íbúum Grindavíkur, styrkur ykkar er aðdáunarverður.

Með von um að yfirstandandi hörmungum ljúki fljótt sendum við ykkur og öllum viðbragðsaðilum okkar sterkustu strauma og hlýjustu kveðjur.

 

Lesa meira

Stelluathöfn á Dvalarheimilinu Hlíð

Stelluathöfn á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 19 janúar 2024.

Ágætu íbúar og starfsfólk Hlíðar.

Það er einkar ánægjulegt að fá þessa stund hér með ykkur og við, hópur sem köllumst fyrrum sjómenn Útgerðarfélags Akureyringa  erum hingað komnir nokkrir og komum hér með skip, já skip sem við sennilega öll sem hér erum þekkjum. Þetta skip sem er líkan er nefnilega eins og flest okkar hluti af sögu Akureyrar og þetta skip sem við köllum „Stellurnar“ voru og eru svo sannarlega stolt bæði ÚA og bæjarins okkar.

Lesa meira

Legudeild geðdeildar SAk enn í sama bráðabirgðahúsnæðinu og fyrir 38 árum

Legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er enn staðsett í sama bráðabirgðahúsnæði og starfsemin hófst í fyrir um 38 árum síðan. Samkvæmt úttekt landslæknisembættisins stenst húsnæðið ekki kröfur sem gerðar eru vegna starfseminnar og segir að það sé barn síns tíma. Það fullnægi ekki þeim kröfum sem til starfseminnar og umfangs hennar eru gerðar. Ýmsum ábendingum var beint til heilbrigðisráðaherra í kjölfar úttektarinnar, m.a. um öryggistengd atriði, skort á heimsóknarrýmum og útisvæði fyrir sjúklinga.

Lesa meira

Akureyrarflugvöllur - Nýja flughlaðið stóðst lokaúttekt

Starfsmenn frá Samgöngustofu komu til Akureyrar í dag  og gerðu lokaúttekt á nýja flughlaðinu á flugvellinum.  Allt reyndist vera með eðlilegum hætti og flughlaðið þvi samþykkt til formlegrar notkunar.  Nýja flughlaðið er 32 þúsund fermetrar.

Framkvæmir við undirbyggingu flughlaðs hófust 2016 með flutningi efnis úr Vaðlaheiðargöngum  en nú er verkinu lokið og ákveðið hefur verið að taka það formlega í notkun 25 janúar n.k. 

Lesa meira

Sala á Velferðarstjörnu skilaði einni milljón króna

Sala á Velferðarstjörnunni skilaði um einni milljón króna í Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins sem er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð.

Velferðarstjarnan er nýtt verkefni unnið í samstarfi Glerártorgs og Slippsins, sem framleiddi stjörnuna, en Kristín Anna Kristjánsdóttir og Elva Ýr Kristjánsdóttir, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi hönnuðu stjörnuna.

Alls seldust um 300 stykki af velferðarstjörnunni, sem gaf um eina milljón króna í velferðarsjóðinn. „Þetta er mikilvæg viðbót við fjáröflunina okkar,“ segir Herdís Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins á vefsíðu Glerártorgs.  „Ekki bara upphæðin sjálf, þó hún skipti vissulega miklu máli, heldur er líka svo magnað að hugsa til þess hversu margir einstaklingar hafa styrkt söfnunina okkar með því að kaupa velferðarstjörnuna. Það er ómetanlegt að finna þennan mikla velvilja í garð sjóðsins.“

Langdýrasta jólaaðstoðin til þessa

Velferðarsjóðurinn aðstoðar efnaminni einstaklinga og fjölskyldur bæði fyrir jólin og á öðrum tíma árs en reynslan sýnir að eftirspurnin eftir aðstoð er mest í aðdraganda jólanna. Reglubundnar úthlutanir árið 2023 voru rúmlega 500 talsins, sem er mikil aukning frá síðustu árum. Umsóknir um jólaaðstoð fyrir nýliðin jól voru einnig um 500 talsins, sem er svipaður fjöldi og fyrir jólin 2022. Vegna mikilla verðhækkana í samfélaginu var ákveðið að hækka styrkupphæðir í jólaaðstoðinni. Því er ljóst að þó fjöldinn hafi verið svipaður árin 2022 og 2023, er jólaaðstoðin 2023 sú langdýrasta hingað til.

Lesa meira

Heilsuvernd og Sjúkrahúsið á Akureyri í samstarfi.

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur gengið frá samningi við Heilsuvernd um að annast afleysingu og mönnun eins læknis á bráðamóttöku SAk um helgar og á skilgreindum tíma eina til tvær helgar í mánuði. Samningurinn hefur nú þegar tekið gildi.

Það er ánægjulegt að segja frá því að gengið hefur verið frá samningum með það að markmiði að styðja við mönnun á bráðamóttöku sjúkrahússins.

Stefnt er að föstum hópi reyndra lækna, sérfræðinga og sérnámslækna í heimilislækningum á vegum Heilsuverndar sem koma þar til starfa með reglubundnum hætti 1-2 helgar í mánuði og manna eitt stöðugildi læknis.

Með þessu styrkist enn frekar samstarf milli aðila en fram til þessa hefur Heilsuvernd útvegað þjónustu næringarfræðings með áherslu á næringu aldraðra. Þá hefur Sjúkrahúsið annast læknisþjónustu hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili á Hlíð og Lögmannshlíð umdanfarin ár.

 

Lesa meira

Íþróttafólk FIMAK 2023

Í gær ( 17 jan.) var íþróttafólk Fimleikafélagsins fyrir árið 2023 krýnt.  Þjálfarar völdu þau Sólon Sverrison úr áhaldafimleikum sem íþróttamann FIMAK 2023 og Maríu Sól Jónsdóttir úr áhaldafimleikum sem íþróttakonu FIMAK 2023. Þau eiga það sameiginlegt að hafa stundað íþróttina síðan á leikskólaaldri og með mikilli vinnu, ástundum og einbeitingu náð langt hvort í sinni grein.  

Lesa meira

Bæjarráð Akureyrar - Hótel á Jaðarsvelli auglýsing lóðar

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær 17. janúar lið 22 í fundargerð skipulagsráðs frá 10 jan. s.l. en þar var lögð fram tillaga að útboði og úthlutunarskilmálum vegna hótellóðar á Jaðarsvelli

Þórhallur Jónsson varaformaður skipulagsráðs fagnar  þessari samþykkt á Facebook.  ,,Stór dagur á miðvikudaginn þegar Skipulagsráð samþykkti að auglýsa 150 herbergja hótel lóð við Golfskálann á Jaðri, en áður var Akureyrarbær búinn að gera uppbyggingasamning við Golfklúbinn um uppbyggingu heilsársaðstöðu fyrir æfingar og afþreyingu. Góðir hlutir gerast hægt en þetta er eitt af þeim málum sem við Sjálfstæðismenn settum á dagskrá fyrir sl. bæjarstjórnar kosningar og er nú að raungerast, svo er bara að sjá hvort að það sé áhugi hjá fjárfestum að fara í þessa framkvæmd eins og vaxtastigið og verðbólgan er núna.

Þegar ég viðraði hugmyndina fyrir að verða 2 árum síðan þá höfðu allnokkrir samband við mig og skipulagssvið Akureyrarbæjar og lýstu yfir áhuga. En nú er tækifærið og verður lóðin auglýst á næstu dögum“  skrifar Þórhallur.

 

Lesa meira

FVSA - Samtök atvinnulífsins hafna nálgun Breiðfylkingar um Þjóðarsátt

Á heimasíðu FVSA er  að finna í dag  yfirlýsingu  frá fjölmennustu stéttarfélögum og landssamböndum sem  á almennum vinnumarkaði eru um stöðuna sem nú er uppi i viðræðum um nýjan kjarasamning.

Lesa meira