Fréttir

10% samdráttur á umferð um Vaðlaheiðargöng í júni

Um 10% samdráttur var á júní umferð um göngin miðað við árið í fyrra.  Meðalumferð um göngin var 2.129 ferðir á dag. Hlutfall umferðar um göngin af heildarumferð er 73% sem er 3% aukning frá því í fyrra þegar 70% umferðar fór göngin.

Lesa meira

Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri færist til HSN

Markmiðið með þessari tilfærslu er að efla þjónustu og samfellu í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Norður- og Austurlandi undir hatti HSN.

Lesa meira

Meirihluti bæjarráðs Akureyrar um húsnæði á Hlíð Ófært að loka tugum hjúkrunarrýma þegar bið er eftir plássum

Meirihluti bæjarráðs telur nauðsynlegt að klára eins fljótt og auðið er allar endurbætur og viðgerðir á húsnæði við Hjúkrunarheimilið Hlíð, ófært sé að loka tugum hjúkrunarrýma þegar talsverð bið er eftir plássum þar.

Umræða var um stöðuna í húsnæðismálum hjúkrunarheimilisins á fundi bæjarráðs, en fram hefur komið að vegna endurbóta á húsnæði þurfti að loka rýmum og stefnir í að fleiri rými bætist þar við þannig að þau verði í allt um 30 talsins.

Lesa meira

„Hæ ástin, þarf að milli­færa, getur þú sam­þykkt beiðnina?“

„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur.

Lesa meira

Ný slökkvibifreið til Norðurþings

Opið hús á slökkvistöðinni á Húsavík

Lesa meira

Vel miðar á Torfunefi

Á Feisbókarvegg  Hafnasamlags  Norðurlands er i morgun gerð stutt en afar áhugaverð grein gerð fyrir framkvæmdunum sem eru í gangi, hverng þeim miðar og  hvernig ætlað er að svæðið verður  að loknum framkvæmdum.

Lesa meira

Nýtt app fyrir Sparisjóðinn

Nú á dögunum gaf Sparisjóðurinn út nýtt app sem er þróað í samstarfi við Origo. Í Sparisjóðsappinu geta viðskiptavinir sinnt öllum helstu bankaviðskiptum á fljótlegan, einfaldan og öruggan hátt.

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og í tímatöku 2024

Hafdís Sigurðardóttir fór ekki erindisleysu vestur i Skagafjörð um nýliðna helgi en þar fór  fram Íslandsmeistaramótið í timatöku og götuhljólreiðum tvær aðskildar keppnir.  Tímatakan fer þannig fram að einn keppandi er ræstur af stað í einu og er því  ekki um annað að ræða en gefa allt í botn, þarna er verið að keppa við skeiðklukkuna sem fer ansi hratt áfram.    Hafdís hjólaði allra kvenna hraðast  og vann reyndar með nokkrum yfirburðum og er þetta í þriðja árið í röð sem hún stendur efst á palli.

Lesa meira

Áslaug Ásgeirsdóttir tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri

Áslaug Ásgeirsdóttir er frá og með deginum í dag formlega tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri. Eyjólfur Guðmundsson  kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor.

Lesa meira

Ný heimasíða Driftar EA í loftið

Viltu gerast Driftari !
 
Á föstudaginn 28.júní opnuðum við fyrir fyrsta hluta heimasíðu DriftarEA ,  www.driftea.is
Heimasíða DriftarEA  hefur verið opnuð formlega og nú geta bæði fyrirtæki og einstaklingar skráð sig til þátttöku í því að byggja upp nýsköpunarsamfélagið og gerst Driftarar.  
Vertu með – smelltu hér
Lesa meira