Fresta álagningu dagsekta vegna tiltektar

Heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar hefur samþykkt að fresta frekari álagningu dagsekta sem lagaðar voru á eigenda hússins númer 15 við Hamragerði vegna slæmrar umgengni. Við skoðun á lóðinni kom í ljós að nokkuð hafði áunnist varðandi tiltekt og hafði bílum innan lóðamarka fækkað umtalsvert.

Heilbrigðisnefnd lagði dagsektir á lok febrúar, 20 þúsund krónur á dag vegna umgengni á lóðinni. Nefndin segir þó að nokkuð sé enn í land og hvetur lóðarhafa til að ljúka tiltekt á lóðinni til að koma í veg fyrir frekari aðgerðir af hálfu nefndarinnar. Eins vekur hún athygli á því að óinnheimtar dagsektir sem lagðar eru á fram að efnadegi falli ekki niður.


Athugasemdir

Nýjast