Kvíga í sjálfheldu í Svarfaðardal

Skjáskot úr myndbandi Björgunarsveitarinnar Dalvík.
Skjáskot úr myndbandi Björgunarsveitarinnar Dalvík.
Björgunarsveitir um allt land eiga í nógu að snúast yfir sumarið við að aðstoða og bjarga ferðafólki í sjálfheldu. En verkefnin eru misjöfn eins og þau eru mörg eins og sannaðist í gær þegar félagar í Björgunarsveitinni Dalvík voru kallaðir út í Svarfaðardal til að bjarga einstaklingi í þyngri kantinum. 
 
Þar hafði Kvíga komið sér í sjálfheldu ofan í gili og komst ekki upp úr því. Aðstæður voru erfiðar og því voru góð ráð dýr en allt fór þó vel að lokum. Í gær fóru félagar BSVD fram í Svarfaðardal til að bjarga kvígu úr gili sem hún komst ekki upp úr. Góð ráð voru dýr þar sem aðstæður voru erfiðar en að lokum náðist kvígan upp eins og sjá má í myndbandinu að neðan. 

 


Athugasemdir

Nýjast