Fréttir

Hver stelur hjólastól????

Þessa furðulegu færslu, furðulegu þvi það er með ólíkindum að svona nokkuð geti gerst er að finna á Facebooksíðu  Amtsbókasafnsins í dag. 

Líklega hafa þeir sem þennan stól tóku verið að grínast en þeir ættu að  hafa i huga að láta grínarana um grínið  og skila stólnum hið snarasta þvi hann var þarna  vegna ástæðu  og  gagnaðist fólki sem þarf að nota hjólastól mjög vel.

Lesa meira

Akstursstyrkir vegna barna í Hrísey

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga sem búsett eru í Hrísey.

Lesa meira

Götuhornið - Áhugamaður um grasafræði skrifar

Í vikunni las ég frétt um konu sem fylltist afbrýðisemi þegar hún komst að því að maðurinn hennar var farinn að rækta kannabisplöntur með annarri konu.  Þetta þótti henni vera hið mesta tryggðarof sem hún tilkynnti umsvifalaust til lögreglu.  Hin ótrúi þrjótur fékk makleg málagjöld og sömuleiðis væntanlega kona sú sem hann samrækti.

 

Lesa meira

Akureyri - Bílastæðagjöld verða innheimt við Oddeyrartanga

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Hafnasamlagi Norðurlands bs,  heimild til að innheimta gjald á bifreiðastæði HN á Oddeyrartanga og óska samþykkis lögreglustjóra fyrir notkun lóðarinnar sem stöðureits.

Hafnasamlag Norðurlands hefur útbúið bílastæði á lóð sinni við Oddeyrartanga  og nam kostnaður við gerð þess um 80 milljónum króna. Svæðið er fyrst og fremst ætlað hópferðabifreiðum og bílum sem þjónusta skemmtiferðaskip á Akureyri en auk þess geta langferðabifreiðar nýtt sér stæðin í stað þess að leggja stórum bílum hér og hvar um bæinn og jafnvel án heimildar.

Til að standa straum af kostnaði við gerð stæðanna og viðhaldi óskaði HN eftir því við bæjaryfirvöld að fá heimild til að taka upp gjaldtöku á svæðinu eftir gjaldskrá sem hafnasamlagið setur. Samlagið mun sjá um rekstur og viðhald svæðisins.

Notast verður við myndavélar sem lesa númer við komu og brottför bílanna þannig að stöðuverðir Akureyrarbæjar þurfa ekki að vakta svæðið.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Vilji til endurskoðunar gjaldskrár verði af þjóðarsátt

 

„Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu er verðstöðugleiki. Lækkun verðbólgu, stýrivaxta og ekki síður langtímavaxta skiptir miklu máli fyrir fjárhagslega afkomu fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga,“ segir í bókun byggðaráðs Þingeyjarsveitar.

Byggðarráð styður þær fyrirætlanir að lögð sé áhersla á langtímakjarasamninga með verðstöðugleika til lengri tíma að leiðarljósi.
„Ef í burðarliðnum er þjóðarsátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsmanna á almenna markaðinum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er Þingeyjarsveit reiðubúin að leggja sitt af mörkum og endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir enn fremur.

Byggðarráð minnir jafnframt á að innan sveitarfélagsins eru einingar á borð við sorphirðu. Lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því.
Almenn hækkun á gjaldskrám Þingeyjarsveitar í fjárhagsáætlun 2024 er 7,5% sem tók mið að áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024. Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir byggðarráð Þingeyjarsveitar yfir vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir verði af þjóðarsátt.

Lesa meira

Ernir og Framsýn Halda samstarfi áfram og vilja tryggja flug um ókomna tíð

Forsvarsmenn Framsýnar og Flugfélagsins Ernis hafa gengið frá  áframhaldandi varðandi sölu farmiða á sérstökum kjörum fyrir félagsmenn á flugleggnum Reykjavík – Húsavík / Húsavík – Reykjavík. Samningurinn gildir jafnframt fyrir önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna.

Hækkun í febrúar

Fram að þessu hefur verðið verið kr. 15 þúsund krónur hver flugmiði. Vegna kostnaðarhækkana hjá flugfélaginu hækka miðarnir til Framsýnar í 17.500 krónur en  Framsýn mun áfram selja miðana á kostnaðarverði. Hækkunin tekur gildi 1. febrúar 2024.

Samningsaðilar eru sammála um að halda áfram samstarfi sem byggir á því að tryggja og efla flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur um ókomna tíð. Eins og kunnugt er hefur ríkt ákveðin óvissa um framtíð flugs milli þessara áfangastaða.  Vonir eru bundnar við að því er fram kemur á vefsíðu Framsýnar að hægt verði að tryggja flugið með samstilltu átaki hagsmunaaðila.

Lesa meira

Heldur fleiri hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni en árið á undan

Heldur fleiri félagsmenn Einingar-Iðju hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum Gallup könnunar sem félagið í samstarfi við AFL starfsgreinafélag lét framkvæma um ýmis atriði er snerta kaup, kjör og aðstæður félagsmanna sinna.

Lesa meira

Lóð við Hlíðarbraut 4 - Enginn umsókn í annað sinn

Engin umsókn barst um lóðina við Hlíðarbraut 4 á Akureyri en frestur til að sækja um er runnin út.

Akureyrarbær leitaði eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðarinnar í annað sinn á liðnu ári en hafði áður auglýst lóðina í lok árs 2022. Enginn sótti heldur um í það sinn.

Um er að ræða 6.415 m² verslunar- og þjónustulóð þar sem byggja má atvinnuhúsnæði í 4-5 hæða byggingum auk bílakjallara. Byggingarmagn ofanjarðar er 7.687 m² og 2.562 m² neðanjarðar, kjallari/bílakjallari.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi kveðst gera ráð fyrir að  málið verði tekið fyrir í skipulagsráði á næstunni og ákvörðun tekin um framhald málsins.

Lesa meira

HSN á Dalvík fékk sónartæki að gjöf frá kvenfélögum á svæðinu

Í byrjun árs fékk HSN á Dalvík formlega afhent þráðlaust sónartæki að gjöf frá kvenfélögunum Hvöt Árskógsströnd og Tilraun í Svarfaðardal.

Lesa meira

Leigubílastöð ekki hafnsækin starfsemi

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrar hefur hafnað erindi frá Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO sem sótti um lóð við Oddeyrarbót 3 á Akureyri. Forsendur ákvörðunarinnar er þær að ekki sé um hafnsækna starfsemi að ræða og er hún fullnaðarafgreiðsla.

Lesa meira