Bætt aðstaða við Húsavíkurhöfn

Mynd/Norðurþing
Mynd/Norðurþing

Í síðustu viku var malbikaður göngustígur meðfram grjótgarðinum á landfyllingunni í Norðurhöfn á Húsavík. Greint er frá þessu á vef Norðurþings.

Í vor var einnig komið fyrir flotbryggju sunnan við Slökkvistöðina fyrir aðkomu léttabáta úr skemmtiferðaskipum sem liggja við akkeri utan við höfnina. Þessar framkvæmdir eru til að bæta aðgengi farþega skemmtiferðaskipa en komu þeirra hefur fjölgað til Húsavíkurhafnar. Gert er ráð fyrir allt að 70 farþegaskipum til Húsavíkurhafnar á þessu sumri og fleiri á komandi árum.

Nýjast