Hugleiðingar að loknum sigri

Bikarmeistarar KA í knattspyrnu 2025     Myndir ka.is og aðsend
Bikarmeistarar KA í knattspyrnu 2025 Myndir ka.is og aðsend

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA skrifaði á Facebook vegg sinn vangaveltur sínar í lok gærdagsins.  Vefurinn fékk leyfi Sævars til þess að birta skrif hans.

Ótrúlega stoltur af félaginu mínu. Mætingin hjá fólkinu, stuðningurinn, stemningin, leikgleðin, baráttan og svo tær sigurgleðin að leik loknum. Allt eins og í draumi og bikarinn vannst.
 
Víkingur að mínu mati eitt sterkasta lið sögunnar og það gerir þetta svona sætt, við vorum að vinna þá bestu, þetta var enginn grís.
 
Haddi ásamt sínu teymi frábærir og mannskapurinn sem hefur staðið á bakvið tjöldin síðustu 10 ár, betlandi pening, reyna að byggja upp aðstöðuna, búa til samkeppnishæft lið, Guð minn góður hvað þið áttuð þennan dag skilið. Uppskeran verður varla sætari eftir öll þessi ár.
 
Strákarnir voru svo frábærir, maður fann það alla vikuna að þeir ætluðu sér eitthvað meira en að mæta bara til leiks. Þetta var þeirra tækifæri og þeir sannarlega stigu upp og fengu að njóta í Laugardalnum. Hefur verið hreint geggjað að fá að fylgjast með ykkur yfirstíga erfiða byrjun í sumar og enda svo með titil í fanginu. Margir af leikmönnum okkar búnir að vera lengi með félaginu, hjálpuðu okkur upp úr Inkasso deildinni og ég búinn að reyna að sannfæra þá í áraraðir í samningaviðræðum að þessi dagur væri handan við hornið (reyndar líka nyji völlurinn).
 
Takk fyrir að taka slaginn með okkur í öll þessi ár. Núna eruð þið svo sannarlega komnir á söguspjöld félagsins og megið vera stolltir af ykkur .
 
Get ekki endað þetta án þess að hrósa líka ,,staffinu" mínu sem er búið að vera dag og nótt síðustu ár að vinna fyrir félagið okkar þannig að við séum meðal þeirra bestu í því sem við gerum, þið eruð snillingar.
 
Við erum búin með #pepsi, #Evropa, og þá njótum við þess að geta sagt #Bikarmeistari.
 
Á enn erfitt með að trúa þessu
 
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA ásamt Ívari Erni Árnassyni 

Nýjast