Fréttir

Bjarmahlíð, þjónustumiðstöð hefur verið starfrækt í 5 ár

„Bjarmahlíð er rekin með styrkjum en óskastaðan er sú að komast á fjárlög en þannig mætti nýta tíma sem fer í að eltast við peninga í reksturinn til að auka þjónustuna enn frekar,“ segir Kristín Snorradóttir teymisstjóri hjá Bjarmahlíð, þolendamiðstöð á Akureyri. Fimm ár eru um þessar mundir frá því starfsemin hófst og var tímamótanna minnst með afmælishófi á Múlabergi í gær, miðvikudag.

Lesa meira

Borgarhólsskóli fór með sigur af hólmi í Fiðringi

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í gærkvöldi, 8. maí. Tíu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu  afrakstur vinnu sinnar

Lesa meira

„Sjávarútvegurinn er á undan stjórnvöldum í innleiðingu umhverfisvænnar tækni“

Hákon Þröstur Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ( SFS) á ársfundi samtakanna sem haldinn var 3. mai s.l.

Hákon Þröstur þekkir vel til starfsemi SFS, var í stjórn 2019 – 2020 og samfellt frá 2022. Hann er menntaður skipstjórnarmaður og var í liðlega tvo áratugi skipstjóri á skipum Samherja, síðustu sautján árin hefur hann hins vegar starfað á útgerðarsviði félagsins.

Lesa meira

Þjónustunefnd AA leitar að framtíðarhúsnæði

Brýnt er að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu að Strandgötu 21 þar sem AA-samtökin á Akureyri hafa haft aðstöðu sína um langt árabil.

Lesa meira

Hitaveitur þarfnast athygli

Norðurorka rekur hitaveitu í Ólafsfirði og Reykjaveitu í Fnjóskadal auk hitaveitu á Akureyri og nágrannabyggðum. Þær veitur þarfnast athygli að því er fram kom í máli Eyþórs Björnsson forstjóra Norðurorku á aðalfundi félagsins.

Lesa meira

Hængsmenn afhentu bíl og héldu Hængsmót

Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri hélt um liðna helgi  árlegt Hængsmót fyrir fatlaða í 41. Skipti. Mótið fór fram í Íþróttahöllinni og í ár var keppt í boccia en mótið var auk þess Íslandsmót í greininni.

Lesa meira

Sýning ársins 2024 opnuð á Sigurhæðum

Á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí klukkan 13
 opnar Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flytur ávarp á opnuninni. Húsið verður opið til klukkan 17 þennan sunnudag og það verður líka hægt að líta inn á vinnustofur listafólks, hönnuða og hugsuða á annarri hæð Sigurhæða.

Lesa meira

Vátryggingafélag Íslands (Skagi) kaupir Íslensk verðbréf

Vátryggingafélag Íslands hf. (Skagi) hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa hf. (ÍV) um kaup Skaga á 97,07% hlutafjár í félaginu. Horft er til þess að í kjölfarið verði farið í kaup hlutafjár annarra hluthafa þannig að Skagi verði einn eigandi alls hlutafjár í Íslenskum verðbréfum. Kaupverð 97,07% hlutafjár í Íslenskum verðbréfum er 1.598 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með reiðufé, en Skagi hefur val um að greiða allt að fjórðungi kaupverðsins með afhendingu nýs hlutafjár í Skaga. Fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðar fjárfestingar eru undanskilin í kaupunum. Jóhann M. Ólafsson, forstjóri ÍV, hefur stigið til hliðar og Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða, hefur tekið tímabundið við sem forstjóri félagsins.

Lesa meira

Amtsbókasafnið - Býður garðverkfæri í útlán

Áður hefur verið haft á orði á þessum vef að starfsfólkið á Amtinu hér í bæ sé skemmtilega ferskt og fái líflegar hugmyndir sem notendur safnsins  kunna vel að meta. 

Í frétt frá þeim í dag er sagt frá að nú sé hægt að fá garðverkfæri,  takk fyrir takk,  að láni hjá Amtsbókasafninu!

Kæru safngestir! NÝJUNG! - Við erum farin að bjóða upp á garðverkfæri til útláns!

Það er farið að vora á Akureyri og kominn tími til að byrja vorverkin. Frá og með deginum í dag eru garðverkfæri til útláns hjá okkur, lánstími er 7 dagar. Verkfæri sem eru í boði: handskófla, lítil klóra, stungugaffall, stunguskófla, kantskeri, handklippur, greinaklippur, fata, beðhrífa, fíflajárn, greinasög og garðáhöld fyrir börn. Vinsamlegast þrifið verkfærin vel áður en þið skilið.

Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum

Lesa meira

Dýrahræ fundust á víðavangi við Línuveg á Húsavík

Steingrímur Hallur Lund rak í rogastans á dögunum þegar hann var úti að viðra hundinn sinn úti á Bakka við Línuveg í landi Húsavíkur. Hann var ekki komin langt frá veginum þegar hann gekk fram á dauða rollu, sem búið var að klippa af eyrun. Skammt undan gekk hann svo fram á fimm selshræ.

Lesa meira