Auto bregst ekki við tilmælum um tiltekt á lóð
Ekki var brugðist við kröfum Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um að tekið yrði til á lóð Auto ehf á Svalbarðsströnd og er hún enn lýti á umhverfinu. Samþykkti nefndin að leggja dagsektir á fyrirtækið Auto ehf. að upphæð 50 þúsund krónur á dag frá og með 28.október síðastliðinn.