Fréttir

Auto bregst ekki við tilmælum um tiltekt á lóð

Ekki var brugðist við kröfum Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um að tekið yrði til á lóð Auto ehf á Svalbarðsströnd og er hún enn lýti á umhverfinu. Samþykkti nefndin að leggja dagsektir á fyrirtækið Auto ehf. að upphæð 50 þúsund krónur á dag frá og með 28.október síðastliðinn.

Lesa meira

Merkilegt póstkort fannst í MA

Merkilegt póstkort kom í leitirnar við tiltekt í skólanum. May Morris, listakona og skartgripahönnuður með meiru og dóttir hins kunna Íslandsvinar William Morris, skrifaði á kortið og sendi til Íslands jólin 1934

Lesa meira

Það er ekki allt að fara til fjandans!

Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á?

Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins.

Lesa meira

Slippurinn DNG kynnti sjálfvirknilausnir á Sjávarútvegsráðstefnunni

Nýsköpunarframlag í íslenskum sjávarútvegi.

Íslenskur sjávarútvegur hefur átt stóran þátt í tækniþróun á heimsvísu, þar sem fyrirtæki í greininni hafa náð góðum árangri í þróun sjálfvirkra og afkastamikilla lausna fyrir fiskvinnslu bæði til sjós og lands. Slippurinn DNG hefur lagt mikla áherslu á að mæta sívaxandi kröfum greinarinnar um aukna skilvirkni og gæði, þar sem notkun sjálfvirkra lausna stuðlar að bættri nýtingu afurða og hagkvæmni í ferlum. Lausnir Slippsins DNG eru einnig sérlega notendavænar, sem eykur notkunarmöguleika þeirra í fjölbreyttum aðstæðum og einfaldar verkferla til muna.

Lesa meira

Að skamma rétt.

Afa Kristinn þekkti ég ekki enda dó hann áratugum áður en ég fæddist. Hann var glaðsinna og ör maður, eljusamur og mannblendinn, tók snöggar ákvarðanir og flýtti sér aldrei hægt. Honum lá hátt rómur og var fljótur að hlaupa, sigraði t.a.m. hlaupakeppni á ungmennafélagshátíð á Laugum árið 1915, hefði trúlega talist heimsmet ef klukkan hefði ekki bilað (að eigin sögn).

Lesa meira

Hringborð norðurslóða þéttsetið fulltrúum Háskólans á Akureyri

Háskólinn tók þátt í Arctic Circle Assembly eða Hringborði norðurslóða dagana 17.-19. október síðastliðinn. HA var með glæsilegan hóp fulltrúa sem tók þátt í pallborðum, málstofum, umræðum og fundum ásamt því að kynna HA á bás í Hörpu þar sem ráðstefnan fór fram. Skólinn tekur mikinn þátt í samstarfi þeirra stofnana hérlendis sem sinna norðurslóðamálum enda eru þær staðsettar að stærstum hluta á háskólasvæðinu. Þá mun HA sameinast Stofnun Vilhjálms Stefánssonar um áramótin, en sú stofnun hefur verið öflug á sviði norðurslóðarannsókna allt frá stofnun.

Lesa meira

Forgangsverkefni að byggja upp lífsgæðakjarna á Akureyri

Það er forgangsverkefni að mati bæjarráðs Akureyrar að lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara verði að veruleika. Greining vegna uppbyggingar lífsgæðakjarna voru til umræðu á fundi ráðsins sem og tillögur frá starfshópi sem falið var að vinna málið. Tvö svæði þykja fýsilegust fyrir lífsgæðakjarna, Þursaholt í Holtahverfi norður og svæði milli Naustaborga og Hagahverfis. Uppbygging lífsgæðakjarna verður sett á starfsáætlun skipulagsráð fyrir árið 2025 og hyggst bæjarráð taka málið til umræðu á ný í janúar á næsta ári. Þá verður metið með hvaða hætti best sé að fylgja málinu eftir þannig að sem mestar líkur séu á að lífsgæðakjarni verði að veruleika eins fljótt og auðið er.

Lesa meira

Píludeild Völsungs opnar nýja aðstöðu

Íþróttin hefur sprungið út á síðustu misserum

 

Lesa meira

Vegagerðin hyggst fella hluta Hjalteyrarvegar af þjóðvegaskrá

Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Hörgársveitar um þau áform sín að fella niður vegarkafla Hjalteyrarvegar af þjóðvegaskrá. Um er að ræða um eins kílómetra langan kafla vegarins sem nær frá Bakkavegi og niður að hafnarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að þessi kafli vegarins falli af vegaskrá frá og með 1. desember 2024. Veghald hans verður frá og með þeim tíma ekki á ábyrgð Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn Hörgársveitar hafnar alfarið þessum áformum Vegagerðarinnar

Lesa meira

Perluðu fyrir Rauða Krossinn

Vinkonurnar Karen, Aníta Ósk, Eva Sól og Þórunn Gunný eru handlagnar og duglegar að perla. Þær ákváðu að ganga í hús í Síðuhverfi og selja perl til styrktar Rauða krossinum. 

Lesa meira