Fréttir

Samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga

Öldungaráð Akureyrarbæjar ákvað að bera saman gjaldskrár nokkurra valinna sveitarfélaga vegna þjónustu við eldri borgara. Starfsmaður Akureyrarbæjar fékk það verkefni að taka þær saman. Síðan tóku fulltrúar EBAK í ráðinu við, bættu við atriðum og aðlöguðu að óskum sínum.

Lesa meira

Félagsgróðurhús og aðstoð við makaleit

Hugmyndir um hraðstefnumót og uppbyggingu á félagsgróðurhúsi litu dagsins ljós á fundum sem haldnir hafa verið í Stórutjarnarskóla og í Skjólbrekku. Mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit stendur yfir um þessar munir og var boðað til fundanna í tengslum við þá vinnu. Einnig var rafrænn fundur haldinn fyrir allt sveitarfélagið.

Lesa meira

Akureyri og Fjallabyggð - Hátíðarhöld í tilefni af Verkalýðsdeginum

Stéttarfélögin við Eyjafjörð bjóða félagsfólki og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni af verkalýsdeginum þann 1. maí. Í ár er fylgt liði undir kjörorðunum Sterk hreyfing - Sterkt samfélag og er félagsfólk hvatt til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu.

 

Lesa meira

Annir hjá starfsmönnum Hafnasamlagsins

Snemma í gærmorgun mættu fjórir af okkar mönnum til Húsavíkur á dráttarbátnum Seif, eftir að hafa siglt frá Akureyri. Tveir menn til viðbótar keyrðu svo austur og voru tilbúnir í verkefni dagsins.

Lesa meira

Nýr formaður ÍBA Jóna tekur við af Geir

Jóna Jónsdóttir er nýr formaður Íþróttabandalags Akureyrar. Hún tók við embættinu af Geir Kristni Aðalsteinssyni sem verið hafði formaður í 10 ár.  Ársþing ÍBA var haldið á dögunum.

Lesa meira

Hagnaður KEA 787 milljónir króna

Á aðalfundi félagsins sem fram fór í gærkvöldi kom fram að 787 milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Hreinar fjárfestingatekjur voru 1.057 milljónir króna og hækkuðu um 290 mkr. á milli ára. Eigið fé var rúmir 9,5 milljarðar og heildareignir námu rúmum 9,8 milljarði króna. Eiginfjárhlutfall var rúmlega 97%.

Lesa meira

,,Þetta snýst þá bara um að fara rútuferð á fimmtudaginn”

Það var sannkölluð háspenna sem boðið var upp á í leik Þórs  og Fjölnis í Íþróttahöllinni í kvöld.  Tækist Þór að sigra væri sæti í Olis deild karla  næsta keppnistímabil í höfn, færi Fjölnir með sigur þyrfti oddaleik n.k fimmtudag í Reykjavík.

Lesa meira

Rannsókn á andláti- Gæsluvarðhald framlengt um viku

Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi á Akureyri hefur verið framlengt um eina viku, eða til 6. maí

Lesa meira

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Eitt aðaleinkenni þjóðkirkjunnar, kirkju þjóðarinnar er hún að hún hefur þá grunnskyldu að veita kirkjulega þjónustu um allt land. Henni ber að þjóna fólki í sveit og borg, í þorpum og bæjum, þeim sem búa afskekkt og þeim sem búa þétt. Þetta er ekki einfalt hlutverk því þegar upp er staðið er það fjárhagurinn sem stýrir því hversu breið og öflug sú þjónusta er. Sóknargjöldin sem ríkið innheimtir fyrir þjóðkirkjuna hafa verið skert af hálfu ríkisins frá því í hruninu og jafnvel eitthvað fyrr. Þetta hefur gert það að verkum að erfiðara er að halda úti þjónustu safnaða og halda við kirkjubyggingum sem margar hver eru menningarleg þjóðarverðmæti. Þá hefur vígð þjónusta verið skert þar sem kirkjan hefur þurft að fara í sparnaðaraðgerðir auk þess sem fólksflutningar hafa orðið á ákveðnum svæðum.

Lesa meira

„Slippurinn Akureyri, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Skipasýn gera með sér hönnunarsamning“

Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum DNG by Slippurinn hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn.

 

Lesa meira