Sauðfjárræktarverðlaun BSE fyrir árið 2024 afhent á aðalfundi 2025
Sauðfjárverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar voru afhent á dögunum á aðalfundi sambandsins. Eyjafjörðru sátar af afar mörgun góðum búum svo sem kunngut er en að lokum stóð eitt uppi sem dómnefnd þótti best.
,,Náttúruöflin eru nú ekki alltaf þau auðveldustu að eiga við og þekkjum við það vel sem hér á þessu blessaða skeri búum. Síðasta ár fór ómjúkum höndum um okkur.
Vorið var kalt og langt og leiðinlegt, þegar sumarið átti að koma brast nú allt og vetur kom í marga daga. Gott er að hugga sig við fallega sumardaga sem hljóta að koma á eftir svo hrjúfum strokum en fyrir því fór ekki mikið, sumarið var þungt og blautt og sólarlítið. Túnin voru kalin eftir veturinn og haustið gerði okkur fáa greiða.
Samt sem áður tókst okkur vel til eftir svo erfiða tíma. Það sést best á því hvernig við uppskerum nú. Þeir sem taka málin í sínar hendur og láta hendur standa fram úr ermum fá það sem verðskuldað er.
Það er gott fólk og duglegt sem býr í víðfeðmum dal sem umlukinn er stórbrotnum fjöllum, náttúran geysifögur og frjósöm. Þau hjónin Gunnar og Auður á Göngustöðum í Svarfaðardal hafa sýnt það í verki að vel er hægt að gera í erfiðum og krefjandi árum.
Á Göngustöðum eru um um 170 fjár og afurðir mjög góðar. Þau ná meðal annars 33,6 kg kjöts eftir hverja á. Vaxtarhraði lambanna er með þeim meiri eða 151 gr á dag og fallþungi 19,1 kg eftir aðeins 125,8 daga vöxt lamba.
Það eru þau hjónin á Göngustöðum sem hljóta sauðfjárræktarverðlaun BSE fyrir árið 2024 fyrir framúrskarandi árangur."
Þetta segir í greinargerð með útnefningu BSE.