Fréttir

Krían komin til Grímseyjar

Fyrstu kríurnar þetta árið í Grímsey sáust um helgina. Varpið þar er með stærri kríubyggðum á landinu og er talið að þar verpi þúsundir para. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á breytingum kríuvarpa frá ári til árs en margt bendir til fækkunar víða á landinu frá því um aldamót, einnig hefur orðið vart við sömu þróun í nágrannalöndum okkar.

Lesa meira

Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Rannsókn á máli þar sem fimmtug kona fannst látin á heimili sínu þann 22. apríl síðastliðinn miðar vel.

 

Lesa meira

HSN - Ekki óútskýrður kynbundin launamunur

„Það er ánægjulegt að greina frá því að ekki hefur greinst óútskýrður kynbundin launamunur í launagreiningum HSN enda kyn hreint ekki áhrifabreyta á árangur fólks í starfi,“ segir á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eystra, en HSN fékk endurnýjun á Jafnlaunavottun á dögunum.

Lesa meira

Börn og ungmenni í Hrísey vilja gervigrasvöll

Börn og ungmenni í Hrísey hafa lengi kallað eftir því að fá gervigrasvöll á skólalóðina sína líkt og er hjá öllum öðrum grunnskólum í sveitarfélaginu. Málið var rætt á bæjarstjórnarfundi unga fólksins á dögunum.

Lesa meira

Tökum höndum saman og hreinsum bæinn eftir veturinn

Vorhreinsun sveitarfélagsins er í fullum gangi. Opin svæði eru hreinsuð ásamt því að götur, gangstéttar og stígar eru sópaðir og þvegið er af miklum krafti.

Lesa meira

Kynning - Dagar stækka við sig á Norðurlandi

Fyrirtækið Dagar, sem sérhæfir sig í ræstingum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum, flutti nýverið í stærra húsnæði að Furuvöllum 7. Dag­ar eru fram­sækið en rót­gróið fyr­ir­tæki þar sem starfa tæp­lega 800 manns og starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri.

Lesa meira

Lokaorðið - Mæður allra alda

Það styttist trúlega í þriðju heimsstyrkjöldina, og þó er býsna stutt síðan þeirri síðustu lauk, elsta kynslóðin man þá tíma vel.

Lesa meira

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrar - Blöndulína 3 þrengir að landlitlu sveitarfélagi

„Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni Akureyrarbæjar, enda ljóst að umrædd lína þrengir að því landlitla sveitarfélagi sem Akureyrarbær er, getur hindrað vöxt þess og er líkleg til að rýra gæði þeirrar byggðar sem fyrir er,“ segir í bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar, en á fundi ráðsins voru lögð fram drög að umsögn vegna lagningar Blöndulínu í gegnum land Akureyrarbæjar frá norðri og að Rangárvöllum.

Lesa meira

Heiðurviðurkenningar Akureyrarbæjar

Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni nafnarnir Þorsteinn Pétursson, Steini Pje, fyrir óeigingjarnt framlag sitt til varðveislu og nýtingar eikarbátsins Húna II, og Þorsteinn E. Arnórsson, fyrir mikilsvert framlag til varðveislu iðnaðarsögu Akureyrar og reksturs Iðnaðarsafnsins á Akureyri.

Lesa meira

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna 2023-24

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir stórkostlegan 2-3 endurkomusigur að Varmá í Mosfellsbæ í dag.  Stelpurnar okkar  lentu 2-0 undir í hrinum en sneru enn einum leiknum sér í vil og standa uppi sem Íslandsmeistarar þriðja árið í röð!

Lesa meira