Krían komin til Grímseyjar
Fyrstu kríurnar þetta árið í Grímsey sáust um helgina. Varpið þar er með stærri kríubyggðum á landinu og er talið að þar verpi þúsundir para. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á breytingum kríuvarpa frá ári til árs en margt bendir til fækkunar víða á landinu frá því um aldamót, einnig hefur orðið vart við sömu þróun í nágrannalöndum okkar.