Sólarhringssund! Hvað er nú það?
Því get ég svarað. Sólarhringssund Óðins er elsta virka fjáröflun sundfélagsins. Það er þríþætt ef svo má segja.
Í 1. lagi reyna foreldrar og iðkendur að leita áheita/styrkja hjá fyrirtækjum á svæðinu.
Í 2. lagi ganga sundiðkendur í hús og falast eftir styrkjum og þar gildir sú gullna regla að margt smátt gerir eitt stórt.
Í 3. lagi er svo sjálft sólarhringssundið en þar sameinast allir frá elstu iðkenndum sundskólans og uppúr, fatlaðir, foreldrar, stjórn, þjálfarar, gamlir sundmagar og Garpar í að synda boðsund. Einn í einu í sólarhring. Frá vetri yfir í sumarið.
Þetta er mikil vinna, bæði í að afla fjár og synda, en ekki síður í að telja ferðir, og halda utanum allt batteríið. En sundfólk kallar ekki allt ömmu sína og það sem er erfitt þýðir ekki að það sé ómögulegt. Með það í huga höfum við barist fyrir tilvist okkar í tæp 63 ár, barist fyrir betri aðstöðu til að stunda okkar íþrótt, barist við vatn, veður og vinda, tíma og afrek. Við í sundfélaginu Óðni kunnum upp á okkar 10 fingur að berjast við að koma okkur í gegnum öldugang lífsins.
Enn einu sinni leitum við til ykkar sem viljið okkur vel, þið sem eigið líf ykkar undir því kunna vel að synda, þið sem hafið notið þess að læra að synda hjá okkur og ekki síst þið sem hafið sent börn ykkar og barnabörn til okkar til að bæta sundkunnátta sína, getið þið stutt við okkur?
Ef svo er má leggja inn á þennan reikning: 565-14-309 kt.560119-2590 einnig er hægt að heita á þau með því að senda áheit á fjáröflun@odinn.is
Allur ágóðinn fer í ferðasjóð krakkanna.
Með fyrirfram þökk,
Dilla.