Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2024
„Markmiðið er að færa listina út til fólksins. Koma með listina til þess í stað þess að það komi í ákveðna sali eða gallerí til að skoða listaverk,“ segir Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður á Akureyri árið 2024. Hún vinnur að undirbúningi sýningar sem nefnist Ferðalag. Það hefst nú á starfsàrinu og stendur í tvo mánuði. Einnig er hún á fullu við að hanna og útbúa svöng ruslatröll sem prýða munu nokkra rusladalla á Akureyri.