Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir þema Sjónaukans í ár
Það má búast við lífi og fjöri í Háskólanum á Akureyri í næstu viku þegar Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA fer fram dagana 15. og 16. maí. Ráðstefnan hefst klukkan 9 báða dagana og fer fram bæði á íslensku og ensku. Öll eru velkomin til þess að taka þátt á staðnum eða í streymi. Venju samkvæmt er dagskráin metnaðarfull og fjölbreytt með fjölda málstofa auk pallborðsumræðna sem endurspegla þema ráðstefnunnar í ár sem er Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir.