Hvað er að gerast á Hafnarbakkanum?
Á miðvikudag birtast ótrúlegar kynjaverur við Húsavíkurhöfn þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki fyrir alla fjölskylduna.
Á miðvikudag birtast ótrúlegar kynjaverur við Húsavíkurhöfn þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki fyrir alla fjölskylduna.
Miklar breytingar urðu á komum og brottförum skemmtiferðaskipa til Akureyrar í liðinni viku, mörg skipanna þurftu að breyta ferðum sínum og sleppa Hrísey og Grímsey, ásamt því að ílengjast við bryggju á Akureyri.
Eftir því sem ég eldist hugsa ég meira og les meira um líf formæðra minna. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að átta sig á hve tíðarandinn, fjárhagurinn og tækifærin voru gjörólík því sem við þekkjum í dag. Það þarf ekki lengra aftur en 50 - 60 ár.
Þegar kemur að því velja eina flugu úr frumskógi veiðiflugna vandast málið. Ein þeirra hefur þó gefið mér flesta laxa gegnum tíðina og hlýtur því vinninginn að þessu sinni. Sú heitir Sunray Shadow og finnst líklega í flestum veiðiboxum á landinu og þó víðar væri leitað.
Upphaflegur arkitekt þessarar vinsælu laxveiðiflugu var Bretinn Raymond Brooks en hannn hannaði fluguna snemma á sjöunda áratugnum er hann var við veiðar ásamt konu sinni í hinni sögufrægu laxveiðiá Lærdalselva í Noregi. Titill flugunnar er sóttur í nafn veiðikofa sem þau hjónin bjuggu í við ána, kallaður Sunray Lodge og því hvernig flugan birtist sem skuggi í vatninu ((shadow). Fluguna hnýtti Raymond sem túbu og notaði til þess svört apahár í langan væng flugunnar, stíf hvít íkornahár til að styðja undir vænginn og smellti síðan páfuglsfönum ofan á allt saman til að gera fluguna meira áberandi. Í dag nota menn annan efnivið í fluguna og ýmsar útfærslur finnast hvað varðar lit, gerð, þyngd ofl.
Tjón af völdum kals i Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hleypur á hundruðum milljóna króna. Langt er síðan tún hafi kalið í jafnmiklum mæli og nú. Ljóst er að fjöldi bænda þarf að taka upp tún og sá í þau en veður hefur ekki unnið með bændum nú í vikunni.
Klúbbsystur úr úr Soroptimistaklúbbi Austurlands færandi hendi til Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri á dögunum. Þær færðu heimahlynningu SAk 300.000 krónur í minningu Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur heiðursfélaga í klúbbnum.
Eins fram hefur komið á vef Vikublaðsins héldu Þórsarar afmælisboð í tilefni 109 ára afmælis félagsins s.l fimmtudag. Í frásögn af samsætinu segir á heimasíðu Þórs að Nói Björnsson formaður félagsins hafi ávarpað samkomuna og er óhætt að segja að ræða hans hafi heldur betur boðað miklar breytingar á félagssvæði Þórs á næstu árum.
Hér fer á eftir bein tilvitnun í orð Nóa fengin af áður nefndri heimasíðu:
Laugardaginn 8. júní kl. 15 verður sýningarstjóraspjall í Listasafninu um samsýninguna Er þetta norður? Hlynur Hallsson, safnstjóri og annar sýningarstjóra, mun segja frá sýningunni, tilurð hennar og einstaka verkum.
Í gær var þess minnst í veglegu samsæti í Hamri félagsheimili Þórs að 109 ár voru frá stofnun félagsins. Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var hann einnig fyrsti formaður þess. Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór.
Stundum rekur á fjörur okkar skemmtilegar fréttir sem gaman er að fá og segja svo öðrum frá þeim, þannig er um eftirfarandi frétt sem er fyrst að finna á heimasíðu hjúkrúnarheimilisins Hlíð og nú hér.
Nú á dögunum var Hjúkrunarheimilinu færður bekkur til minningar um þá félaga Magnús og kisann hans Bangsa, fyrrum íbúa á Hlíð.