Kirkjugarðar Akureyrar í rekstrar vanda og næsta skref að loka líkhúsinu
„Hvað verður um líkin?“ er spurning sem Akureyringar og nærsveitarmenn velta fyrir sér þessa dagana, en Kirkjugarðar Akureyrar sem reka líkhús og kapellu á Naustahöfða eru í rekstravanda vegna fjárskorts. Kirkjugörðunum er óheimilt að innheimta þjónustugjald vegna starfsemi líkhúsanna. Einkaaðilar gætu innheimt slíka gjöld en fáir hafa áhuga á að reka líkhús hér á Akureyri. Engin leið önnur er út úr vandanum nema sú að hætta rekstri líkhússins. Stefnir í að skellt verði í lás grípi Alþingi ekki í taumana á vorþingi og geri Kirkjugörðum heimilt að innheimta þjónustugjaldið eða leggja til fjármagn til starfseminnar.