20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Merkilegt póstkort fannst í MA
Merkilegt póstkort kom í leitirnar við tiltekt í skólanum. May Morris, listakona og skartgripahönnuður með meiru og dóttir hins kunna Íslandsvinar William Morris, skrifaði á kortið og sendi til Íslands jólin 1934
Eins og faðir hennar, hafði May sterk tengsl við Ísland og heimsótti land og þjóð nokkrum sinnum á millistríðsárunum. Saga May er ekki síður áhugaverð en saga föður hennar. May Morris lést árið 1938. Á kortinu er málverk af William Morris. Hinum megin skrifar May eitthvað á þessa leið; „Alúðarkveðjur frá Kelmscott. Ég hef verið með flensu og get ekki skrifað. May Morris. Jól 1934.” Ekki er vitað á hvern póstkortið var stílað, hverjum það var ætlað og hvers vegna það dagaði uppi í kassa í Gamla skóla.
Það á ma.is sem fyrst má lesa þetta.