Kvenfélagið Hjálpin gefur 1.100.000 kr
Nú á haustdögum varð kvenfélagið Hjálpin í Eyjafjarðarsveit 110 ára. Í kvenfélaginu starfa tuttugu og fjórar konur auk nokkurra heiðursfélaga. Við erum á aldrinum 24 ára til 76 ára og meðalaldur okkar er 48 ár. Við erum vinkonur, nágrannar, bekkjarsystur, systur og í félaginu starfa í dag 3 pör af mágkonum, 3 pör af mæðgum og 5 pör af tengdamæðgum. Í tilefni af 100 ára afmælinu gáfum við út bókina Drífandi daladísir þar sem eru myndir og upplýsingar um allar 231 félagskonurnar ásamt sögu félagsins í máli og myndum.