Fréttir

Rannsókn á andláti- Gæsluvarðhald framlengt um viku

Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi á Akureyri hefur verið framlengt um eina viku, eða til 6. maí

Lesa meira

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Eitt aðaleinkenni þjóðkirkjunnar, kirkju þjóðarinnar er hún að hún hefur þá grunnskyldu að veita kirkjulega þjónustu um allt land. Henni ber að þjóna fólki í sveit og borg, í þorpum og bæjum, þeim sem búa afskekkt og þeim sem búa þétt. Þetta er ekki einfalt hlutverk því þegar upp er staðið er það fjárhagurinn sem stýrir því hversu breið og öflug sú þjónusta er. Sóknargjöldin sem ríkið innheimtir fyrir þjóðkirkjuna hafa verið skert af hálfu ríkisins frá því í hruninu og jafnvel eitthvað fyrr. Þetta hefur gert það að verkum að erfiðara er að halda úti þjónustu safnaða og halda við kirkjubyggingum sem margar hver eru menningarleg þjóðarverðmæti. Þá hefur vígð þjónusta verið skert þar sem kirkjan hefur þurft að fara í sparnaðaraðgerðir auk þess sem fólksflutningar hafa orðið á ákveðnum svæðum.

Lesa meira

„Slippurinn Akureyri, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Skipasýn gera með sér hönnunarsamning“

Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum DNG by Slippurinn hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn.

 

Lesa meira

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri sýnir íslenska öróperu í grunnskólum

„Það er alveg ótrúlega gaman og gefandi að fara á milli skóla og sýna, kynnast nýjum stöðum og stemningunni og andanum í mismunandi skólum,“ segir Erla Dóra Vogler, ein úr sviðslistahópnum Hoðri í Norðri. Hópurinn hefur sýnt nýja íslenska öróperu - Skoffín og skringilmenni í grunnskólum á Norðurlandi eystra. Sýningar urðu  17 talsins í 21 skóla og sáu hátt í  1.200 börn í 5. til 7. bekk þessa sýningu.

Lesa meira

Stórleikur í Höllinni í dag!

Í dag nánar tiltekið kl 18.30 verður blásið til leiks hja Þór og Fjölni í einvígi  þessara félaga um sæti i efstu deild í  handbolta keppnistímabilið  2024-2025.Þór hefur tvö vinninga en Fjölnir einn. 

Alls þarf  þrjá vinninga til að tryggja sér sæti í efstu deild svo segja má að staða Þórsara sé afar vænleg fyrir leikinn en staðan ein og sér gerir ekkert,  það þarf að klára málið.

Lesa meira

Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi

Hömrum, Menningarhúsinu Hofi,  Akureyri, laugardag 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.

 AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi þann 17. júní 1944. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma má draga?

 

Lesa meira

Steiktur fiskur sem alltaf hittir í mark

„Það eru auðvitað mikil forréttindi að hafa gott aðgengi að fyrsta flokks hráefni, auk þess sem fiskur er alltaf vinsæll hérna í mötuneytinu,“ segir Theodór Haraldsson matreiðslumeistari í mötuneyti ÚA. Hann gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift að steiktum fiski sem reglulega er á boðstólum í mötuneytinu.

Áhersla á fisk

„Þetta er stór vinnustaður og eðli málsins samkvæmt er smekkur fólks misjafn en þessi fiskréttur fær alltaf góða dóma hjá starfsfólkinu. Við getum sagt auppskriftin sé klassísk og hún er alls ekki flókin. Með fiskinum höfum við remúlaði og brúnaðan lauk. Okkur finnst sjálfsagt að leggja áherslu á fiskinn, enda topp hráefni á allan hátt og hollt. Þetta er sem sagt réttur sem hittir alltaf í mark,“ segir Theodór.

Hægt að leika sér með þorsk

„Hérna í ÚA er verið að vinna afurðir fyrir kröfuharða viðskiptavini, meðal annars helstu verslunarkeðjur Evrópu. Það er stór kostur að geta farið niður í vinnsluna og náð í brakandi ferskt hráefni, enda er hérna fiskur á boðstólum tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Oftast verður þorskur fyrir valinu, enda er hægt að leika sér með þorskinn á svo margvíslegan hátt. Það þarf að passa sérstaklega að ofelda ekki fiskinn, þá verður hann heldur þurr. Og ef fólk er að elda fisk í ofni er gott ráð að lækka hitann og kynda ofninn  svo vel skömmu áður en safaríkur fiskurinn er borðinn á borð.

 Ég er ekki frá því að algengustu mistökin felist einmitt í að ofelda fiskinn, reyndar getur línan í þessum efnum verið nokkuð fín,“ segir Theodór Haraldsson matreiðslumeistari.

Hérna er uppskriftin góða:

Fiskur í raspi fyrir fjóra til sex:

1,5 kg Þorskur

6 stk egg

500 gr rasp

500 gr hveiti

50 gr salt

50 gr hvítur pipar

2 msk sítrónupipar

 1 msk paprikukrydd

1 msk karrí

1 msk laukduft

Aðferð:

Þorskurinn er skorinn niður í hæfilega bita. Eggin eru pískuð saman í skál ásamt kryddum. Síðan er fiskinum velt upp úr hveiti, síðan velt upp úr eggjunum og svo í lokin upp úr raspinu. Fiskurinn er svo steiktur á pönnu upp úr smá olíu og klípu af smjöri.

Remúlaði

50 gr mæjónes

50 gr súrmjólk

1 stk laukur fínt saxaður

3 msk dijon sinnep

1 msk sætt sinnep

75 gr súrar gúrkur

2 msk capers saxaður

Aðferð:

Þessu er öllu blandað saman og smakkað til.

Brúnaður laukur

2 stk laukur

1 msk steinselja þurrkuð

Olía til steikingar

Smá klípa smjör

Aðferð:

Laukurinn er sneiddur niður og steiktur á pönnu þangað til hann verður fallega brúnn á litinn. Þá er smá smjöri bætt við á pönnuna og laukurinn látinn malla í nokkrar mínútur til viðbótar.

Fiskurinn borinn fram ásamt remúlaðinu, soðnum kartöflum, brúnuðum lauk og sítrónusneið.

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu !

 Þessa fínu hugmynd  að kvöldmatnum var fyrst að finna á www.samherji.is

 

 

 

Lesa meira

Fjórir norðanmenn unnu brons á Íslandsmótinu í bridge.

Akureyringarnir,  Frímann Stefánsson, Pétur Guðjónsson og Reynir Helgason gerðu góða ferð suður til Reykjavíkur un helgina með Mývetningnum Birni Þorláks þar sem verkefnið var að etja kappi við sterkustu lið landsins í úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni. Sveitin keppti undir merki Kjöríss.

Lesa meira

Nýta jarðvarma til framleiðslu á ofurfæðu úr smáþörungum

Mýsköpun er framsækið nýsköpunarfyrirtæki

Lesa meira

Hætt við að hætta við

Bæjarráð Akureyrar hefur fallið frá tillögu sem fram kom um að halda ekki Listasumar á Akureyri að þessu sumri. Tillagan snérist um að í tilraunaskyni yrði ekki Listasumar í ár en fjárveiting sem ætluð væri til hátíðarinnar rynni þess í stað til Akureyrarvöku.

Lesa meira