Fréttir

Framkvæmdir hafnar í Móahverfi

Framkvæmdir við Lækjarmóa 2-8 í nýju Móahverfi ofan Síðuhverfis eru hafnar en þar reisir verktakinn SS Byggir fjögur fjölbýlishús með 72 íbúðum.

Í Móahverfi verða um 1.100 íbúðir sem hýsa munu um 2.400 manns. Nú þegar hefur 11 lóðum fyrir um 270 íbúðir verið úthlutað og senn verður birt auglýsing um úthlutun rað-, par- og einbýlishúsalóða vestast og efst í hverfinu.

Lesa meira

Nýtum kosningaréttinn!

Kæru kjósendur, undanfarnar vikur hafa verið einstaklega lærdómsríkar og gefandi. Ég tel þær jafnframt hafa verið fallega æfingu í lýðræðislegum vinnubrögðum og gaman hefur verið að kynnast öllum þessum ólíku frambjóðendum. Framboði til forseta fylgja þau forréttindi að fá tækifæri til að hitta fjölbreytta flóru fólks á öllum aldri og hvaðanæva af landinu. 

Lesa meira

Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa: Vel heppnað taílenskt skemmtikvöld

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) efndi til taílensks skemmtikvölds en hjá ÚA starfa hátt í þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Taílands.

Í boði var glæsilegt og fjölbreytt hlaðborð heimagerðra taílenskra rétta, einnig skemmtiatriði í umsjá taílenska starfsfólksins.

Lesa meira

HN gerir hafnarsvæðið öruggara fyrir farþega og starfsfólk

„Veðrið hefur kannski ekki sýnt sínar bestu hliðar alla daga en það er ekki endilega veðrið sem fólk sækist eftir þegar það leggur leið sína til Íslands. Við höfum heyrt af hamingjusömum farþegum sem hafa heillast af náttúruperlunum hér fyrir norðan,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir markaðs- og verkefnastjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands.

Lesa meira

Björgunarsveitin Ægir sótti ferðamenn í Látur

Björgunarsveitin Ægir sótti tvo erlenda ferðamenn út í Látur á laugardag.  Höfðu þeir gengið í Látur en aðstæðir voru erfiðar og treystu þeir sér ekki til að ganga til baka.

Lesa meira

Þrjár umsóknir bárust um lausar lóðir í Holtahverfi en þeim var hafnað

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar segir að lausar lóðir í Holtahverfi norður verði auglýstar að nýju. „Það er erfitt að segja til um hvað veldur því að ekki berist fleiri umsóknir um þessar lóðir, en það er auðvitað ljóst að vaxtastig er mjög hátt í landinu og það fælir eflaust marga frá.“

Lesa meira

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 á Akureyri hefur opnað

Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Með það í huga hef ég á síðustu árum skapað hin ýmsu verk sem ég staðset svo í garðinum við heimili mitt.

Ég er hreinræktaður alþýðulistamaður og hef því aldrei farið í listaskóla né tekið nokkurt námskeið í sköpun eða list. Verkin mín eru því sprottin upp úr engu öðru en sköpunarþörf og eru því án áhrifa frá utanaðkomandi straumum og stefnum og standa utan hins viðurkennda listheims.

Ég hef fundið fyrir áhuga ferðamanna og ekki síður Íslendinga á að skoða verkin mín og varð það til þess að ég opnaði fyrir aðgang almennings að garðinum mínum.

Lesa meira

Lokaorðið - Að gera við ónýtt með ónýtu

,,Réttu bónda baggaspotta og hann reddar málunum“. Ég á gamla girðingu. Ég veit ekki alveg hversu gömul hún er, en þegar ég var að skottast með pabba í girðingarvinnu fyrir 40 árum síðan, þá var þetta ,,gamla girðingin“. Á hverju ári er gengið með gömlu girðingunni, reknir naglar í fúna staura, netið hengt upp, skipt um brotnu staurana og búta af gaddavír. Hún þarf bara að halda, ekki vera neitt augnayndi. Og hún er sannarlega ljót, víða búið að sauma saman netið með baggaspottum. En gerir sitt gagn, í augum sauðkinda lítur hún út fyrir að vera sterkari en hún er. Það er lengi hægt að tjasla í það sem ónýtt er, bæta við baggaböndin og styrkja lélegustu kaflana.

Ef ekki væri árlegt viðhald á gömlu girðingunni þá myndi hún fljótt leggjast alveg flöt og verða endanlega ónýt.

Lesa meira

Sjálfstæði eða fall?

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um "græna" orku.

Lesa meira

Sýningin Pennasafnið mitt; Brot af því besta á Hlíð

Dýrmætasti penninn gjöf frá eiginmanni, handsmíðaður úr snákaviði 

Dýrleif Bjarnadóttir, fyrrum píanókennari um árabil við Tónlistarskólann á Akureyri og íbúi á Hlíð, opnaði nýverið einkasýninguna: Pennasafnið mitt ,,Brot af því besta." Þar er að finna penna alls staðar að úr heiminum og á hver og einn þeirra sína sögu sem hægt er að lesa um. Dýrleif hóf pennasöfnun ung að árum og eru elstu pennar safnsins orðnir ansi gamlir. Hún byrjaði á að geyma alla óvejulegu pennana sem henni áskotnuðust og einnig þá sem bjuggu til minningar. Pennarnir í safni Dýrleifar eru um 500 talsins.

Lesa meira