Jólaljós og lopasokkar í Hofi

Fjölskylduvænir jólatónleikar, Jólaljós og lopasokkar verða haldnir í Hofi 1. Desember næstkomandi.
Fjölskylduvænir jólatónleikar, Jólaljós og lopasokkar verða haldnir í Hofi 1. Desember næstkomandi.

Jólatónleikarnir Jólaljós og lopasokkar verður haldnir í Menningarhúsinu Hofi 1. desember næstkomandi og hefjast kl. 17. Þetta er fjölskylduvænir tónleikar, norðlensk framleiðsla og miðaverði stillt í hóf. Alls koma fram fjórir söngvarar, kór, hljómsveit og dansarar.

Þessir jólatónleikar hafa fest sig í sessi sem  jólahefð margra en  þetta í þriðja skipti sem þeir eru haldnir. Fram koma frábærir og vel kunnugir söngvarar; Króli, Óskar Pétursson, Guðrún Gunnarsdóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir.  Kynnir er hin norðlenska leikkona Kolbrún Lilja Gunnarsdóttir.
Ásamt þeim mun sönghópurinn Rok, hljómsveit og dansarar frá DSA, Listdansskóla Akureyrar, sjá til þess að allir áhorfendur munu skemmta sér vel og fara heim í algjöru jólaskapi. 

Spennt að taka þátt

„Ég er spennt að taka þátt í þessum skemmtilegu og fjölskylduvænu jólatónleikum með þessu frábæra listafólki” segir Guðrún Gunnarsdóttir en þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í Jólaljósum og lopasokkum. En  þó ekki í fyrsta skipti sem hún syngur með Óskari Péturssyni, en þau hafa sungið á ófáum tónleikum saman. 

Jólatónleikarnir eru haldnir á vegum norðlenska framleiðslufyrirtækisins Rún Viðburða sem hefur haldið fjölbreytta og vinsæla tónleika á Akureyri í gegnum árin. Miða er hægt að kaupa á vefsíðu Menningarfélags Akureyrar,

 

Nýjast