Fréttir

Göngugatan lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá og með 3 júni n.k og út ágúst

Eitt að þvi sem færir rólegustu bæjarbúum  og okkur hinum líka umtalsefni sem allir hafa skoðun á er lokun Göngugötunnar fyrir  umferð bíla, sitt sýnist hverjum í þessum efnum er óhætt að segja.

Lesa meira

Útboð á göngu- og hjólabrú yfir Glerá

Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, stígagerð fyrir aðliggjandi stofnstígstengingu frá Skarðshlíð og að Borgarbraut ásamt gangbraut yfir Borgarbraut til móts við Glerártorg.

Lesa meira

Bygginarréttur við Hofsbót 1 og 3 til boðinn til sölu

Akureyrarbær hefur  sett lóðirnar við Hofsbót 1 og 3 á sölu  og óskar eftir  kauptilboðum í byggingarrétt á þeim.

Lesa meira

Allir landsfjórðungar riðnir til heiðurs Landvættunum

Draumaferðir hestamannsins frá Saltvík

Lesa meira

Rampað upp á Húsavík

ömpum upp Ísland (RUÍ) er ríflega tveggja ára gamalt verkefni,  en því  var formlega hleypt af stokkunum þann 11. mars 2021.

Lesa meira

Yfirnæringafræðingur á SAk í húsnæðisleit

Sarah Hewko er nýráðinn yfirnæringafræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri. Sarah er frá Kanada, fædd í Yellowknife, Northwest Territories, en hefur einnig búið í Charlottetown, Prince Edward Island, sem er þekktust fyrir að vera heimabær Önnu í Grænuhlíð.

Lesa meira

Skortur á leiguhúsnæði í Grímsey

„Skortur er á leiguhúsnæði í Grímsey og þau hús sem hafa verið seld í eyjunni undanfarið hafa verið keypt sem orlofshús,“ segir í bókun sem Ásrún Ýr Gestsdóttir V -lista lagði fram á fundi bæjarráðs nýverið. Lagt var fram minnisblað um félagslegt leiguhúsnæði í eynni sem lagt er til að verði rekið á öðrum forsendum eða selt út úr kerfinu.

Lesa meira

Fagnar uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi

Bæjarráð Akureyrar fagnar því að horft sé til uppbyggingar á líforkuveri á Dysnesi við Eyjafjörð og lýsir yfir fullum stuðningi við verkefnið.

Lesa meira

Samningur um 1.500 fermetra nýbyggingu við VMA undirritaður

Ný viðbygging við Verkmenntaskólann á Akureyri og endurskipulagning á eldra húsnæði sem gerð verður í kjölfarið gerir aðstöðu verknámsbrauta skólans betri og nútímalegri sagði Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA þegar samningur um byggingu 1500 fermetra nýbyggingar fyrir verknámsbrautir VMA var undirritaður. Nýbyggingin mun bæta úr aðkallandi húsnæðisþörf skólans. Ríkið greiðir 60% byggingarkostnaðar og sveitarfélög við Eyjafjafjörð, sjö talsins greiða 40% kostnaðar.

Lesa meira

Fiskvinnslubúnaður í saltfiskvinnslu á Nýfundnalandi frá Slippnum DNG

Slippurinn DNG er í óða önn að ljúka framleiðslu á ýmsum búnaði í saltfiskvinnslu Labrador Fishermen's  Union á Nýfundnalandi. Þessi búnaður inniheldur meðal annars snyrtilínu, snigil, afsöltunarkerfi og forritun á allri vinnslunni.

Lesa meira