Fréttir

Þetta verður alvöru hret

Það er hreint út sagt skítaveður á Norðurlandi eins  og spár höfðu boðað, vefurinn hafði samband við sérlegan  veðurfræðinga  okkar Óla Þór Árnason sem er veðurfræðingur á Veðurstofu  Íslands. 

Lesa meira

Norðurþing - Ný Viljayfirlýsing tefji ekki byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á þriðjudag nýja viljayfirlýsing á milli sveitarfélagana Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar við ríkisvaldið um breytt fyrirkomulag vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar segir að þar sé verið að hverfa frá sameiginlegu eignarhaldi ríkis og sveitarfélaga og ákvæði um að 15% hlutur sveitarfélaganna í byggingu heimilisins og búnaði falli niður. Ráðgert er að breyta þeim ákvæðum laganna sem kveður á um þetta.

„Viljayfirlýsingin kveður jafnframt á um að lagabreytingin tefji ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilisins,“ segir Hjálmar og bætir við að þess í stað sé farin sú leið sem kemur fram  í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um breytt fyrirkomulag vegna hjúkrunarheimila sem kom út í nóvember 2023.

Lesa meira

Appelsínugul viðvörun.

Súlur Bjögunarsveit á Akureyri póstar í dag á Facebooksíðu sveitarinnar veðurviðvörun vegna skítaveðurs sem vænta má út komandi viku.

Það er full ástæða til þess að birta þessi varnaðarorð og þau koma hér:

 

 

Lesa meira

Lokaorðið - Lífsins gangur

Ég elska vorið. Birtuna og sólargeisla sem jafnvel láta sjá sig. Vorboðarnir, litlu lömbin, þessi sem allir forsetaframbjóðendurnir hafa kysst þetta vorið. Gróðurinn sem er að vakna til lífsins og kýrnar valhoppandi rétt eins blessuð börnin sem skoppa út úr skólanum tilbúin í sumarið.

Lesa meira

Sjómannadagurinn - Sjómenn heiðraðir

Sjómannafélag Eyjafjarðar heiðraði tvo heiðursmenn í dag, við Sjómannamessu í Akureyrarkirkju .  Það voru þeir Kristinn Pálsson og Brynjar St. Jacobsen sem heiðraðir voru að þessu sinni og eru þeir vel að komnir.

Lesa meira

Leita eftir áhugasömu fólki til að vakta landið

„Við leitum eftir áhugasömu fólki, bændum eða landeigendum sem dæmi til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur,“ segir Jóhann Helgi Stefánsson umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Landi og skógi. Þar á bæ er verið að fá fólk til liðs við vöktunarverkefnið Landvöktun – lykillinn að betra landi.

Lesa meira

Afar góð kjörsókn - Talning hafin.

,,Kl. 20.00 höfðu 9028 kosið hér á Akureyri eða 60.56% + 2246 utankjörfundaratkvæði sem er þá samtals 76.38% kosningaþátttaka, sem er 13.78% meiri þátttaka en í síðustu forsetakosningum og 9.94% meiri kosningaþátttaka en í síðustu sveitarstjórnarkosningum“ sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar í samtali við vefinn.

Lesa meira

Úthlutun úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar Fjórir styrkir til góðra málefna

 Fjórir styrkir, samtals að upphæð tvær milljónir króna var úthlutað úr  Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar í gær. Líkt og áður var lögð áhersla á að styrkja málefni sem voru Baldvini hugleikin og styðja þannig það góða starf sem unnið er víða á Akureyri og í nágrenni. Styrkirnir voru afhentir við stutta athöfn í Hamri, félagsheimili Þórs.

Fram kom að með með styrkveitingunum dagsins hefur verið úthlutað rúmum 13 milljónum króna frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum.

Lesa meira

Góð kjörsókn á Akureyri

Kjörsókn hefur verið góð á Akureyri það sem af er degi og kl. 13.00 höfðu  2852 manns greitt atkvæði eða 19.13%   Í síðustu kosningum (til bæjarstjórnar) höfðu 2116 manns greitt atkvæði á sama tíma.

Lesa meira

Dýrleif Skjóldal og fjölskylda hefur tekið á móti 6 skiptinemum

„Þetta verður óskaplega gaman og við hlökkum mikið til,“ segir Dýrleif Skjóldal, Dilla sem í ágúst fær til sín skiptinema frá Ekvador. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að fyrir rúmum tveimur áratugum tóku Dilla og hennar maður, Rúnar Arason á móti skiptinema frá Ekvador og sá er pabbi stúlkunnar sem síðsumars fetar í fótspor föður síns.  Alls eru væntanlegir næsta haust 27 skiptinemar til dvalar hjá íslenskum fjölskyldum og eru þeir frá 16 þjóðlöndum. Dvalartími þeirra er frá þremur og upp í tíu mánuði.

Lesa meira