Sumaropnun í Hlíðarfjalli í júli og fram í september.
Þrátt fyrir að enn sé heldur vetrarlegt um að litast í Hlíðarfjalli þá er nú þegar farið að huga að sumaropnun fyrir útivistarfólk í Fjallinu.
Þrátt fyrir að enn sé heldur vetrarlegt um að litast í Hlíðarfjalli þá er nú þegar farið að huga að sumaropnun fyrir útivistarfólk í Fjallinu.
Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins. Í aprílmánuði voru haldnir þrír íbúafundir þar sem leitað var samráðs við íbúa um áherslur fyrir sveitarfélagið og var sérstaklega horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi. Fundirnir voru haldnir í tengslum við heildarstefnumótun sveitarfélagsins sem nú stendur yfir og tóku yfir 70 íbúar þátt á fundunum sem voru öllum opnir.
Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í s.l. viku. Níu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu afrakstur vinnu sinnar.
Það er ekkert nýtt að óprúttnir aðilar svindli á meðborgurum sínum. Það á ekki síst við þegar kemur að fjármálum og höfum við í Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu reglulega varað við glæpamönnum. Í dag eru þetta oft alþjóðlegir, skipulagðir glæpahringir, sem beita tækninni til að villa um fyrir fólki. Íslenskan þeirra verður betri og aðferðir þeirra betur úthugsaðar og erfiðara að verjast þeim.
Akureyrarbær boðar til hverfafunda í öllum skólahverfum bæjarins og verða þeir fyrstu í vikunni, í Brekkuskóla á morgun og Siðuskóla á fimmtudag.
Fyrsta ringó-mótið var haldið á Akureyri fyrir skemmstu undir formerkjum Virkra Virkra efri ára og Félags eldri borgara á Akureyri. Fór það fram í Íþróttahöllinni og mættu rúmlega 50 glaðir þátttakendur 60 ára og eldri.
Hymnodia fagnar sumri með gullfallegri tónlist að kvöldi miðvikudagsins 22. maí nk. Á dagskrá verður barokk eftir tékkneska tónskáldið František Tůma, tónlist frá miðri síðustu öld eftir Svíann Lars-Erik Larsson og ný tónlist eftir Sigurð Sævarsson, m.a. verk sem hann samdi fyrir Hymnodiu
Þegar líður að starfslokum er óhjákvæmilega horft yfir farinn veg. Farsæl 38 ár við kennslu. Samkvæmt rannsóknum stendur skólakerfi bókaþjóðarinnar afar illa á köflum. Lestrarfærni og lesskilningur er allt of lélegur. Nú legg ég brátt frá mér límstiftið og skærin. Af hverju nefni ég þessa tvo hluti? Vegna þess að námsefnisskortur í íslenskum skólum hefur allan minn starfsaldur verið mikill. Allir vita að ef árangur á að nást í einhverju þá þarf æfingu og hvatningu. Þetta skilja allir þegar talað er um íþróttir og tónlist, en þegar talað er um lestur, móðurmálið, stærðfræði og náttúrufræði er farið í vörn. „Æfingin drepur meistarann“ sagði eitt sinn óöruggur og meðvirkur kennari í mín eyru og átti við að endurtekningar væru af hinu illa.
Flest þekkjum við einhvern sem á í deilum við aðra manneskju þar sem erfitt virðist vera að finna sameiginlega lausn. Í síðasta þætti 2. seríu af heilsaogsal.is - hlaðvarp fræðir Þorleifur Kr. Níelsson, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari, hlustendur um sáttamiðlun.
„Sauðburður gengur ágætlega og nálgast að verða hálfnaður. Frjósemi er mikil og heilbrigðið gott,“ segir Ásta F. Flosadóttir bóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi.