Fréttir

Umfang rekstrar KA aldrei meiri, 45 mkr hagnaður á liðnu ári.

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar var haldinn í í KA-Heimilinu á þriðjudaginn þar sem Eiríkur S. Jóhannsson formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og liðið ár. Síðasta rekstrarár var það stærsta í sögu félagsins og hefur velta félagsins aldrei verið jafn mikil eins og árið 2023.

Lesa meira

Vínbúð á Glerártorg

Á samfélagsmiðlum fer síða undir nafninu Norðurvín víða þessa dagana. Eigendur síðunnar fylgja Norðlendingum á samfélagsmiðum í von um að þeir fylgi þeim til baka og eru með gjafaleiki þar sem inneignir í óopnaðri áfengisverslun eru í verðlaun.

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Afsláttur af gatnagerðagjöldum

búum sveitarfélagsins hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og samhliða því orðið sífellt meiri eftirspurn eftir húsnæði. Vegna þessarar miklu eftirspurnar samþykkir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda. Tíðindin eru hin gleðilegustu og liðka vonandi til fyrir þeim sem vilja byggja. 

Lesa meira

Mara Mars sýnir hjá Gilfélaginu

Mara Mars gestalistamaður Gilfélagsins í maí, opnar sýningu í Deiglunni föstudagskvöldið 24.maí kl.19.30 og stendur opnunin til 21.30. Sýningin verður opin helgina 25. -26. maí frá kl. 14 -17 báða dagana.

Lesa meira

Fjölskylduklefi í sundlaug Húsavíkur

Nú hefur loksins verið opnaður hjá okkur fjölskylduklefinn í Sundlaug Húsavíkur en um er að ræða einkaklefa fyrir fólk sem til dæmis þarf aðstoð annars aðila og fyrir þá sem vilja vera einir og treysta sér ekki til að deila klefa með öðrum.

Lesa meira

Undirbúa hátíðarhöld á sjómannadegi

„Það er mikill hugur í okkur sjómönnum að halda áfram að endurvekja hátíðarhöld Sjómannadagsins, degi sem við í árafjöld börðumst fyrir að yrði lögboðin frídagur okkar. Það tókst vel til í fyrra með að færa þau út í Sandgerðisbót, sem er falin perla í bænum, stærsta smábátahöfn landsins þar sem  hafnaryfirvöld og Akureyrarbær hafa skapað frábæra aðstöðu fyrir trillusjómenn,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem ásamt fleirum vinnur að undirbúningi dagskrár vegna Sjómannadagsins um aðra helgi.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Glerárkirkju n.k. laugardag

Kvennakórinn Embla flytur verkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen ásamt einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni. Með kórnum spila hljóðfæraleikarar á strengjahljóðfæri, hljómborðshljóðfæri, gítar, flautur og slagverk og stjórnandi er Roar Kvam.

Lesa meira

Fyrsti hverfisfundur ársins

Í gær fór fram í Brekkuskóla fyrsti hverfisfundur ársins í Akureyrarbæ og var hann einkum ætlaður íbúum Neðri-Brekkunnar og Innbæjar þótt allir væru að sjálfsögðu velkomnir. Ágætlega var mætt á fundinn og umræður nokkuð líflegar.

Lesa meira

Útskrift nemenda úr Sjávarútvegsskóla GRÓ

Útskrift 25. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fór fram miðvikudaginn 15. maí í hátíðarsal Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði. Í ár voru 10 af þessum nemendum við Háskólann á Akureyri frá janúar til maí. Starfsfólk HA, Fiskistofu og Háskóla Íslands kenndu þeim og leiðbeindu í lokaverkefnum.

Lesa meira

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur lagt fram nýjar samræmdar símareglur sem taka gildi næsta skólaár. Í þessu skrefi felst ákveðinn sáttmáli um símafrið og verða reglurnar kynntar starfsfólki og foreldrum á næstu dögum. Tilgangurinn með sáttmálanum er fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Starfshópurinn var samsettur af kjörnum fulltrúum, fulltrúum foreldra og ungmenna, starfsfólki skóla og starfsfólki af fræðslu- og lýðheilsusviði. 

Lesa meira