Fréttir

Hverfisráð Hríseyjar Gervigrasvöllur myndi bæta aðstöðu

Hverfisráð Hríseyjar gagnrýnir svar bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi unga fólksins á dögunum, en þar komu upp umræður um  vilja barna og ungmenna að fá gervigrasvöll í eyjuna. Harmaði hverfisráðið að ekki hafi verið litið jákvætt á að byggja upp sparkvöll í Hrísey.

Lesa meira

Leit að manni við Fnjóská

Um kl. 18:30 í kvöld barst tilkynning um að karlmaður um tvítugt hefði fallið í Fnjóská nokkru ofan við ósa hennar, skammt frá Pálsgerði. Maðurinn var með þremur félögum sínum og hvarf hann þeim sjónum í ánni. Björgunarsveitir voru þegar kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Aðgerðarstjórn var virkjuð á Akureyri. Maðurinn er enn ófundinn en um 130 viðbragðsaðilar eru nú að störfum við leit að honum. Vettvangsstjórn hefur verið skipuð á vettvangi. Fimm leitardrónar eru notaðir og sérþjálfaðir straumvatnsbjörgunarmenn eru komnir á vettvang. Þá er von á leitarhundum.

Aðstæður á vettvangi eru erfiðar að því leyti að Fnjóská er nokkuð lituð á þessum slóðum en einnig vegna þess að í ósum hennar kvíslast hún mikið þannig að leitarsvæði er víðfeðmt og sums staðar er vatnið það grunnt að erfitt er að koma við tækjum við leitina.

Hér verður næst sett inn uppfærsla á framgangi aðgerðarinnar um miðnætti.

Lesa meira

Uppbygging á KA svæðinu Verksamningur undirritaður

Í dag var undirritaður verksamningur milli Umhverfis- og mannvirkjasviðs f.h. Akureyrarbæjar og  Húsheildar um uppbyggingu á félagssvæði K.A. byggingu áhorfendastúku og félagsaðstöðu.

Lesa meira

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

Lesa meira

Skátaskálanum Gamla læst

Gamli er útileguskáli ofan Löngukletta. Skálinn var byggður árið 1980 og er í eigu Skátafélagsins Klakks. Skálinn er fyrst og fremst ætlaður rekka- og róverskátum, sem eru skátar á aldrinum 16-25 ára.

Lesa meira

Mannlíf - ljósmyndasýning

ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna Mannlíf við LYST kaffihúsið á morgun föstudag.

Lesa meira

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll frá tveimur stöðum í Evrópu í sumar

„Þetta er góð viðbót og skiptir ferðaþjónustu hér á norðanverðu landinu miklu máli,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Millilandaflug  tveggja félaga verður um Akureyrarflugvöll í sumar. Annars vegar er það flug Transavia með ferðafólk á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel og hins vegar flugfélagið Edelweiss sem flýgur á mili Zurich og Akureyrar.

Lesa meira

Foreldrasamstarf, Brekkuskóla, Akureyri hlýtur Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2024

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 29. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, miðvikudaginn 29. Maí 2024. 

Lesa meira

Gefum íslensku séns - í ferðaþjónustu

Í vetur hefur SÍMEY í auknum mæli lagt áherslu á hugmyndafræðina Gefum íslensku séns, sem Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunáms við Háskólasetur Vestfjarða, er upphafsmaðurinn að. Grunnstefið í Gefum íslensku séns er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Einnig felst í verkefninu að fólk af erlendum uppruna, sem til dæmis vinnur þjónustustörf á Íslandi, til lengri eða skemmri tíma, hafi í störfum sínum möguleika á að læra og/eða tileinka sér einföld hugtök eða setningar á íslensku. Þannig er lögð áhersla á að samfélagið allt sé framlenging á kennslustofunni og tryggt að einhverju leyti að þeir sem vilja læra íslensku geti með öruggum hætti æft sig, t.d. með því að panta sér mat, kaffi eða annað á veitingastöðum og kaffihúsum landsins.

Lesa meira

Lagabreyting tefji ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilis

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær, þriðjudag nýja viljayfirlýsing á milli sveitarfélagana Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar við ríkisvaldið um breytt fyrirkomulag vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík.

Lesa meira