Fréttir

Laxá Fiskafóður framleiddi um 11 þúsund tonn af fóðri í fyrra

Reksturinn hjá Laxá Fiskafóður gekk vel á liðnu ári líkt og venja hefur verið undanfarin ár. Framleiðsla nam 11 þúsund tonnum og velta var 3.600 milljónir. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í sölu á fiskeldisfóðri til landeldisstöðva fyrir seiði og matfisk er um 80%.

Lesa meira

Brautskráning VMA í dag - 140 nemendur brautskráðir

Að þessu sinni brautskráðust  140 nemendur með 162 skírteini þar sem 22 nemendur útskrifuðust með tvö skírteini. Á þessu skólaári hafa því samtals útskrifast 228 nemendur því 88 nemendur voru útskrifaðir í desember sl

Lesa meira

Glatvarmi frá TDK nýtist á ný inn í heitaveitukerfið

„Þetta verður góð viðbót fyrir okkur og veitir ekki af að styrkja kerfið sem mest,“ segir Anton Benjamínsson verkefnastjóri hjá Norðurorku og vísar til þess að  verkefni sem snýst um að nýta glatvarma frá álþynnuverksmiðju TDK til upphitunar á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. Gert er ráð fyrir að  skili um 10m MW inn í hitaveitukerfi Norðurorku.

Framkvæmdir við lagnir hefjast á næstu dögum, en þær liggjafrá gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar á Akureyri þar sem heitt vatn kemur inn til Akureyrar og í verksmiðju TDK, önnur að verksmiðjunni og hin frá henni. Skrifað var undir viljayfirlýsingu fyrir rúmu ári á milli Norðurorku og TDK um að kanna fýsileika þessa verkefnis. Unnið hefur verið að frumhönnun, kostnaðaráætlun og tímalínu verkefnisins auk áfangaskiptingar

Lesa meira

Ólöf Björk Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Skautafélags Akureyrar

Ólöf Björk Sigurðardóttir var útnefnd sem heiðursfélagi  Skautafélags Akureyrar fyrir störf sín fyrir félagið á aðalfundi þess sem fram fór í á dögunum. Ólöf Björk, sem lét af formennsku íshokkídeildar fyrr í vikunni, var formaður íshokkídeildar í 20 ár og sat í aðalstjórn Skautafélags Akureyrar í 15 ár.

Lesa meira

Hetjur húsvískrar menningar stíga á svið

Tónlistarveisla í boði Tónasmiðjunnar í Húsavíkurkirkju

Lesa meira

Stöndum í lappirnar!

Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV.

Þetta kemur okkur reyndar ekki á óvart þar sem við sem þekkjum Höllu vitum hvað í henni býr. Hún sýndi þjóðinniþað líka fyrir 8 árum þegar hún skaust frekar óvænt á stjörnuhimininn nokkrum dögum fyrir kosningar og endaði í 2. sæti

Lesa meira

Geðrækt - hvað og hvernig?

,,Heilbrigð sál í hraustum líkama”.  Þetta er setning sem við höfum flest heyrt áður, og er víða notuð. Mörg þekkjum við líka ýmsar leiðir til að stuðla að hraustum líkama; atriði sem við koma hreyfingu, mataræði og heilbrigðisþjónustu. Hrausti líkaminn er áhugamál margra, hann er umræðuefni á kaffistofum og í fjölskylduboðum. Við vitum að hraustur líkami er ekki sjálfgefinn, og að það er ævilöng vinna að styrkja hann og hlúa að honum.

Lesa meira

Opnun sýningarinnar Arctic Creatures í Hvalasafninu á Húsavík á morgun laugardag

„Arctic Creatures“ er samvinnuverkefni þriggja íslenskra æskuvina; myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins / leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans / leikhúsleikstjórans Stefáns Jónssonar. Frá árinu 2012 hafa þeir unnið að einstöku verkefni sem sameinar sköpunarhæfileika þeirra og áhugamál.

Lesa meira

Mikilvægt að koma málinu í betri farveg

„Það hlýtur öllum að vera það ljóst að svona getur þetta ekki gengið lengur og mikilvægt að koma þessum málum í betri farveg,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson oddviti sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og varaformaður fjárlaganefndar um líkhúsmálið sem verið hefur til umræðu undanfarið. Kirkjugarðar Akureyrar hafa lýst yfir miklum rekstrarvanda og að þegar sé búið að skera niður allt sem hægt er. Fátt annað sé eftir en að loka starfsemi líkhússins.

Lesa meira

Listamannaspjall og sýningalok

Í tilefni af síðustu dögum sýningar Guðnýjar Kristmannsdóttur, Kveikja, í Listasafninu á Akureyri verður boðið upp á listamannaspjall með Guðnýju næstkomandi laugardag, 25. maí, kl. 15. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri, og munu þau m.a. ræða um tilurð sýningarinnar, vinnuaðferðir og einstaka verk. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 26, maí, en þá mun einnig ljúka einkasýningum Sigurðar Atla Sigurðssonar, Sena, og Alexanders Steig, Steinvölur Eyjafjarðar

Lesa meira