Horft til þess að koma upp biðstöð fyrir strætó á svæði við Akureyrarvöll síðar
Bráðabirgðaframkvæmd fyrir Strætó í miðbænum upp á 15 milljónir
Bráðabirgðaframkvæmd fyrir Strætó í miðbænum upp á 15 milljónir
„Breyttir tímar kalla á breytta nálgun og nú hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja símum nemenda í skólanum til hliðar"
Forseti sveitarstjórnar fyrir vill forgangsraða þessum fjármunum í annað
Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey úthlutaði nýlega rúmlega 16 milljónum króna til tólf verkefna
Húsavíkurkirkja og Bjarnahús fengu alls 9,1 milljón króna
Hægt að heimsækja verslun ELKO hvaðan sem er
Ábúendur á Möðruvöllum í Hörgárdal bræðurnir Þórður og Sigmundur Sigurjónssynir og eiginkonur þeirra Birgitta Lúðvíksdóttir og Helga Steingrímsdóttir hlutu sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir árið 2021. Nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir liðið ár komu í hlut hjónanna Hákonar B. Harðarsonar og Þorbjargar H. Konráðsdóttur á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í Hlíðarbæ.
Á dögunum gengu Sölkuveitingar ehf. og Norðursigling hf. frá samningi um kaup Norðursiglingar á öllum hlut Sölkuveitinga í hvalaskoðunarfyrirtækinu Sölkusiglingum ehf. Kaup Norðursiglingar eru liður í því að efla kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem er hvalaskoðun á Skjálfanda. Sölkuveitingar ehf. munu í framhaldi af sölunni jafnframt einbeita sér að rekstri veitingahússins Sölku.
Þessir fimm fræknu Þórsarar vildu leggja sitt að mörkum til styrktar börnum í Úkraínu. Þeir gengu í hús og seldu perl sem þeir höfðu unnið og tóku einnig við frjálsum framlögum. Þeim var virkilega vel tekið og vilja skila þakklæti til þeirra sem það gerðu. Drengjunum fannst þó nauðsynlegt að bæta við það sem safnast hafði og sóttu 5000 krónur hver í sparibauka sína og gáfu í söfnunina.