Fréttir

Niceair að fljúga til Manchester næsta vetur

Niceair kynnti i gær vetraráætlun félagsins og  nýjan áfangastað sem er Manchester á Englandi en þangað verður flogið tvisvar i viku.    Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar  og London, einnig  til Tenerife út október.    Eins verða  ferðir  til Tenerife i boði um jól og áramót.   Fljótlega verður opnað fyrir bókanir í ferðir  vetraráætlunar. 

Flogið er með Airbus A319 nýrri þotu sem tekur 150 farþega.

Einnig auglýsti Niceair eftir áhugasömu flugfólki sem vildi taka sig á loft  með félaginu og er ljóst m.v viðbrögð að verulegur áhugi er  fyrir  þeim störfum sem i boði eru.

Lesa meira

Ragga Rix sendir frá sér nýtt lag

Lesa meira

Íslenska veðráttan...

...er svolítið eins og íslenska bjartsýnin. Óbilandi og óútreiknanleg

Lesa meira

KA BIKARMEISTARAR KVENNA Í BLAKI 2022

KA var i gær sunnudag bikarmeistari kvenna i blaki þegar lið félagsins lagði lið Aftureldingar 3-2 í æsispennandi úrslitaleik sem fram fór í Íþróttahúsinu  í Digranesi Kópavogi.

Valdís Kapitóla Þorvarðardóttir KA var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.

Úrslit í einstökum hrinum voru sem hér segir.:  KA Afturelding  19-25, 25-21, 23-25, 25-21, 15-11. 

Lesa meira

Traustur vinur þrátt fyrir háan aldur

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í lok síðasta árs bann við lausagöngu katta í bænum en bannið tekur að óbreyttu gildi 1. janúar 2025.

Bannið er afar umdeilt og hefur sætt mikilli gagnrýni og stefnir í það að kattafárið mikla verði eitt af helstu kosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Í nágrannasveitarfélaginu Norðurþingi hefur slíkt bann verið við lýði árum saman og þrátt fyrir að um það séu deildar meiningar, hafa húsvískir kettir þurft að sætta sig við úrgöngubann í allan þennan tíma. Þó vissulega beri eitthvað á því að köttum gangi misjafnlega að hlýða mannanna lögum.

 Öldungurinn ljúfi

Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti inniköttinn Vin um helgina, sem mögulega er elsti köttur Húsavíkur. Vinur er 17 ára eða 84 ára gamall í kattaárum svokölluðum. Vinur  hefur reyndar ekki alltaf verið inniköttur. Guðný María Waage, eigandi kattarins, flutti ásamt fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum frá Hafnarfirði þar sem Vinur fékk að ráfa um að vild, til Húsavíkur.

„Já hann var dæmigerður útiköttur þegar við bjuggum í Hafnarfirði,“ segir Guðný og bætir því við að það hafi gengið vel að venja Vin við nýjan og breyttan veruleika. Raunar útilokar hún ekki að Vinur geti þakkað þessum nýju aðstæðum háan aldur sinn. Enda hefur Guðný ekkert út á lausagöngubannið að setja. Hún segir það alfarið á ábyrgð gæludýraeigenda að sjá til þess að dýrunum líði vel og séu ekki öðrum til ama.  

Þegar blaðamaður bankaði upp á, opnaði Guðný ásamt öðrum fjölskyldumeðlimi. Þýska fjárhundinum, Hendrix.

Lesa meira

Nýr samningur um samstarf

Eyjafjarðarsveit og UMF Samherji

Lesa meira

Setja á svið mjög raunverulegar aðstæður

Blaðamaður Vikublaðsins á Húsavík hitti fyrir tilviljun Grím Kárason slökkviliðsstjóra í Norðurþingi laugardegi fyrir rúmri viku. Hann var í einkennisklæðnaði og með honum í för var góður hópur slökkviliðsmanna víðs vegar að á landinu.

Þetta vakti vitanlega athygli blaðamannsins sem veitti þessum föngulega hópi eftirför. Ferðinni var heitið suður í Haukamýri að æfingasvæði slökkviliðsins en um helgina fór þar fram þjálfunarstjóranámskeið slökkviliðsmanna.

 Glæsilegt æfingasvæði

Slökviæfing

Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna. Myndir/ epe.

 Í júlí árið 2019 var æfingasvæðið orðið frágengið og voru þá fluttir gámar og  olíutankar á svæðið. Þá voru steypt plön á svæðinu sem notuð eru til æfinga vegna klippuvinnu og viðbragða við mengunarslysum.

Nokkur fyrirtæki gáfu búnað til verkefnisins, bæði gáma, olíutanka og hitunarbúnað. Settir hafa verið upp á svæðinu átta gámaeiningar og tveir olíutankar.

Svæðið er eitt best útbúna æfingasvæði á landinu og hentar aðstaðan öllum viðbragðsaðilum til æfinga. Enda var Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna og sagði hana henta afar vel til æfinga af þessu tagi.

 Aðstaða til fyrirmyndar

„Við erum hérna með námskeið á vegum Brunamálaskólans, sem heitir þjálfunarstjóranámskeið. Hér erum við að undirbúa slökkviliðsmenn til að taka að sér þjálfun í sínum slökkviliðum,“ sagði Þorlákur.

Lesa meira

Áform um að reisa fjölbýlishús með 200 leiguíbúðum

SSByggir sækir um lóð miðsvæðis á Akureyri

Lesa meira

„Aldrei hafði ég séð slíka dýrð, mig svimaði hreinlega – þvílíkt hús, þvílíkur geimur“

Bak sláturtíðar á því herrans ári 1950, og ykkar einlægur orðinn fullra sjö ára, ákváðu foreldrar mínir eftir talsverðar umræður sín á milli að fjármagna fyrstu bíóferð mína. Þegar ekki var úr miklu að moða var það stór ákvörðun á okkar heimili að kasta fjármunum í slíkan óþarfa. 

Lesa meira

Ólíðandi viðskiptahættir sem leiða til þess að verðmæti fara í súginn

Ríflega pantað inn til að sýna full kæliborð

Lesa meira