Úttekt á gervigrasi í Boganum
Nokkur umræða hefur verið um meinta skaðsemi gerfigrasins í Boganum. Akureyrarbær fékk fyrirtækið Sports Lab til að taka gerfigrasið út og hefur það nú skilað niðurstöðu. Á heimasíðu bæjarins má lesa þetta.
Akureyrarbær stóð nýverið fyrir úttekt á gervigrasinu í Boganum. Tilgangurinn var að fá óháðan aðila til að meta ástand gervigrasvallarins og hvort gæði væru í samræmi við kröfur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA).
Úttektin var gerð af fyrirtækinu Sports Labs þann 4. mars sl. og liggja fyrir niðurstöður. Af þeim sex atriðum sem voru skoðuð sérstaklega má segja að völlurinn hafi staðist skoðun í fimm tilvikum, en sléttleiki vallarins gæti hins vegar verið betri.