Fréttir

Hvetur alla unglinga til að vera skapandi

Nú hefur Ragga Rix fylgt sigrinum í Rímnaflæði eftir með nýju  lagi, ,,Bla bla bla” sem hægt er að hlusta á á Youtube.

Lesa meira

Kvennalið Skautafélags Akureyrar Íslandsmeistarar í íshokky

Kvennalið SA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratiltinn i íshokky þegar liðið lagði Fjölniskonur 1-0 i framlengdum leik í Skautahöllinni á Akureyri.

Það var Ragnhildur Kjartansdóttir sem skoraði markið mikilvæga á 62 mín. leiksins.  Alls þurfti að sigra i 3 leikjum í úrslitum til þess að verða meistarar og SA konur gerðu sér  lítið fyrir og unnu 3 leiki án þess að andstæðingar þeirra næðum einu sigri.

Þetta mun vera tuttugasti Íslandsmeistaratitill SA kvenna, glæsilegur árangur það.

Lesa meira

Pólsk matarveisla til stuðning úkraínskum flóttamönnum

Síðustu vikur hafa íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi keppst við að prjóna á börn og safna fötum sem send verða til Póllands og þaðan áfram til flóttamanna sem koma frá Úkraínu.

Lesa meira

Öflugur mannauður er lykilatriði í verslunarrekstri

„Það eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan í versluninni, mikil og ör þróun sem gaman er að fylgjast með,“ segir Eiður Stefánsson formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, FVSA. Verslun hefur almennt gengið vel í höfuðstað Norðurlands undanfarið og útlit fyrir vöxt í atvinnugreininni miðað við áform um opnun nýrra verslana síðar á árinu.

Eiður segir aukna sjálfvirkni einkenna verslun um þessar mundir. „Þetta er þróun sem hófst fyrir meira en áratug og með tilkomu t.d. sjálfsafgreiðslukassa hefur starfsfólki í verslunum fækkað og þjónusta minnkað. Næsta skref verður að vara er skönnuð jafnóðum og viðskiptavinur setur hana í körfuna og þegar verslunarferð er lokið er gert rafrænt upp um leið og gengið er út úr búðinni. Tækninni fylgir oft kostnaður sem þarf þá að skera niður annars staðar. Það þarf því að gæta að því að álag aukist ekki á þeim sem starfa á gólfinu“.

Eiður segir mikilvægt að félagsmenn séu duglegir að nýta sér þá þjónustu sem stéttarfélögin bjóði upp á. „Sjálfvirkni kallar á starfsfólk með tækniþekkingu því vitaskuld þarf að hanna, þróa og viðhalda t.d. sjálfsafgreiðslukössunum. FVSA hefur frá upphafi lagt áherslu á að styðja sína félagsmenn til náms og endurmenntunar og hefur það reynst mörgum vel í starfi. Því hvetjum við alla til að kynna sér starfsmenntastyrki félagsins.“

Lesa meira

Framboðslisti L-listans til sveitastjórnarkosninga á Akureyri árið 2022

Framboðslisti L-listans á Akureyri hefur verið samþykktur en það er Gunnar Líndal Sigurðsson sem leiðir listann.

Lesa meira

Brýn þörf á fleiri dagforeldrum á Akureyri

Brúa þarf bil milli loka fæðingarorlofs þar til leikskólapláss er í boði

Lesa meira

Bandarískur ferðamaður lést í snjóflóðinu í Svarfaðardal

Viðbragðsteymi Rauða krossins var kallað út og fóru nokkrir félagar þess til Dalvíkur til að líta til með þeim viðbragðsaðilum sem fyrstir komu á vettvang

Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Verðandi

Hægt er að sækja um fyrir listaviðburðum af ólíku tagi. Til að mynda dans, tónleikum, gjörningum, ljóðaslammi, leiklist og fleira

Lesa meira

Vinsælir saltsteinar fyrir búfé framleiddir úr afsalti

Óviðunandi að henda því sem hægt er að nýta

Lesa meira

Þrír slasaðir eftir snjóflóð í Svarfaðardal

Þegar var kallað út mikið lið viðbragðsaðila og aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri

Lesa meira