Sjúkrahúsið á Akureyri léttir á grímuskyldu
Þrettán eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19. Átta á lyflækningadeild, þrír á skurðlækningadeild og tveir á gjörgæsludeild, hvorugur í öndunarvél.
Þrettán eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19. Átta á lyflækningadeild, þrír á skurðlækningadeild og tveir á gjörgæsludeild, hvorugur í öndunarvél.
Akureyrarbær er í samvinnu við Vegagerðina að undirbúa lagningu nýs göngu- og hjólastígs meðfram norðanverðum Leiruvegi, frá Drottningarbraut og austur að Leirubrú. Stefnt er að því að hafa stíginn tvískiptan, þannig að hjólandi og gangandi verða á sitt hvorum stígnum.
Scandinavian Cup er mótaröð á vegum Alþjóða Skíðasambandsins (FIS) sem haldið er á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum á hverju ári. Í ár hafa farið fram mót í Beitostölen í Noregi, Falun í Svíþjóð, Otepää í Eistlandi og mun síðasta mótið fara fram á Akureyri. Mótið er gríðarlega sterkt og hingað mæta skíðagöngumenn sem m.a. hafa verið að taka þátt í heimsbikarmótum í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem Scandinavian Cup er haldið á Íslandi og má því sannarlega segja að þetta sé allra sterkasta skíðagöngumót sem haldið hefur verið hér á landi.
Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí var borinn upp til atkvæða á fjölmennum félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga í dag, laugardaginn 12. mars. Tillagan var samþykkt samhljóða
Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, FMA, segir að samstarf iðnfélaganna í landinu í komandi kjarasamningum sé algert lykilatriði fyrir félagsmenn. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi félagsins en fundurinn var jafnframt afmælis- og hátíðarfundur í tilefni af 80 ára afmæli FMA. Engir félagsfundir voru á starfsárinu vegna kórónuveirufaraldursins en alls voru haldnir tíu stjórnarfundir. Félagsmönnum fjölgaði um 10 á starfsárinu og eru nú 453, þar af 8 konur.
Jóhann Rúnar kom víða við í ræðu sinni. Hann gagnrýndi forseta ASÍ og framkvæmdastjóra sambandsins fyrir stefnu þeirra í jafnréttismálum. „Nú á dögum snúast málin fyrst og fremst um kyn meira en félagsmenn eða almennt jafnrétti. Forseti virðist heldur ekki hafa skilning á að meta menntun eða reynslu til launa, sem er að mínu mati verulegt áhyggjuefni,“ sagði hann.
„Eiga iðnfélögin heima innan ASÍ – hvaða leið er okkur farsælust? Reyndar er það svo að formaður veltir því fyrir sér hvaða stefnu iðnaðarsamfélagið eigi að taka. Á að stofna formlega Samband iðnfélaga í því samstarfi sem iðnfélögin hafa verið í, svipað því sem Samiðn stendur fyrir nú og getur leyst þá hluti? Hin leiðin er einfaldlega að sameinast um framboð iðnfélaganna til embættis forseta ASÍ.“
Jóhann telur að samstarf iðnfélaganna á landsvísu sé eitt af því mikilvægasta fyrir félagsmenn FMA gagnvart réttindum og launasamningum inn í framtíðina
Helga Kristjánsdóttir er vísindamaður mánaðarins
Stjórn Framsýnar telur sig ekki getað setið hjá hvað varðar þær hörmungar sem eiga sér stað í Úkraínu. Félagið hefur þegar ákveðið að leggja til eina íbúð undir flóttafólk frá Úkraínu og fleiri komi til þess að þörfin verði meiri fyrir íbúðir auk þess að styrkja hjálparstarf vegna flóttafólks frá Úkraínu um eina evru fyrir hvern félagsmann eða um kr. 300.000,-.
Framsóknarflokkurinn á Akureyri kynnti framboðslista flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í maí n.k. á fundi nú síðdegis
Sýningum frestað um komandi helgi vegna covidsmita
Einvalalið kennara starfaði við Barnaskólann eina á Akureyri um miðja 20. öldina. Ekki nóg með að þeir sinntu starfi sínu þar af mikilli kostgæfni heldur voru margir þeirra þekktir í bænum vegna annarra starfa sem þeir unnu að í frístundum.