Húsfriðunarsjóður úthlutar 49 milljónum til verkefna á Norðurlandi eystra
Minjastofnun Íslands tilkynnti nýverið að úthlutað hefur verið styrkjum úr húsafriðunarsjóði að fenginni umsögn húsafriðunarnefndar. Styrkir úr sjóðnum eru ákveðnir í samræmi við úthlutunarreglur nr. 577/2016.
Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð árið 2022 var 285. Veittir voru 242 styrkir og úthlutað var 300.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,2 milljarð króna. Heildarúthlutun til verkefna á Norðurlandi eystra rúmlega 49 milljónir kr.
Friðlýstar kirkjur fengu samtals tæp 62 milljónir króna í styrk, þar af fengu 12 kirkjur á Norðurlandi eystra rúmlega 19,6 milljónir.
Húsavíkurkirkja fékk úthlutað 6,3 milljónum króna en eins og Vikublaðið greindi frá á síðasta ári, var tugmilljóna viðhaldsþörf á kirkjunni og var stofnað sértakt Hollvinafélag til að safna fyrir framkvæmdunum.
Sjá einnig: LEITAÐ AÐ FJÁRMAGNI TIL BJARGAR HÚSAVÍKURKIRKJU
Og einnig: HÚSAVÍKURKIRKJA FÆR VERÐSKULDAÐA ANDLITSLYFTINGU
Þá fékk safnaðarheimili Húsavíkurkirkju, Bjarnahús úthlutað 2, 8 milljónum úr sjóðnum.
Hér að neðan má sjá lista yfir mannvirki á Norðurlandi eystra sem fengu úthlutað úr sjóðnum:
FRIÐLÝSTAR KIRKJUR Styrkur í þús. króna:
Einarsstaðakirkja |
650 |
Laugar |
700 |
|
Grenivíkurkirkja |
610 |
Grenivík |
1.400 |
|
Grundarkirkja |
605 |
Akureyri |
1.800 |
|
Hálskirkja |
607 |
Akureyri |
900 |
|
Húsavíkurkirkja |
|
640 |
Húsavík |
6.300 |
Illugastaðakirkja |
607 |
Akureyri |
1.050 |
|
Ljósavatnskirkja |
641 |
Húsavík |
2.500 |
|
Lögmannshlíðarkirkja |
603 |
Akureyri |
1.050 |
|
Möðruvallaklausturskirkja |
604 |
Akureyri |
500 |
|
Sauðaneskirkja |
681 |
Þórshöfn |
400 |
|
Skeggjastaðakirkja |
685 |
Bakkafjörður |
1.050 |
|
Skinnastaðakirkja |
671 |
Kópasker |
2.000 |
Friðlýst hús og mannvirki fengu samtals 71,5 milljónir í styrk, þar af fengu fjögur friðlýst hús á Norðurlandi eystra 7,4 milljónir í styrk.
FRIÐLÝST HÚS OG MANNVIRKI
Róaldsbrakki |
Snorragata 16 |
580 |
Siglufjörður |
1.200 |
Sæbyhús |
Norðurgata 3 |
580 |
Siglufjörður |
100 |
Aðalstræti 16 |
Aðalstræti 16 |
600 |
Akureyri |
1.600 |
Frökenarhús |
Lækjargata 2a |
600 |
Akureyri |
4.500 |
Friðuð hús fengu samtals rúmlega 131 milljónir í styrk, þar af voru 14 friðuð hús á Norðurlandi eystra sem fengu samtals 20,8 milljónir í styrk.
FRIÐUÐ HÚS OG MANNVIRKI
Andrésarhús |
Aðalgata 19 |
580 |
Siglufjörður |
400 |
Þormóðshús |
Siglunesi |
580 |
Siglufjörður |
700 |
Aðalstræti 36 |
Aðalstræti 36 |
600 |
Akureyri |
1.100 |
Hafnarstræti 3 |
Hafnarstræti 3 |
600 |
Akureyri |
1.400 |
Hafnarstræti 86 |
Hafnarstræti 86 |
600 |
Akureyri |
1.400 |
Lækjargata 11 |
Lækjargata 11 |
600 |
Akureyri |
700 |
Spítalavegur 9 |
Spítalavegur 9 |
600 |
Akureyri |
1.900 |
Zontahúsið |
Aðalstræti 54 |
600 |
Akureyri |
1.900 |
Sláturhús |
Við Akurbakkaveg |
610 |
Grenivík |
300 |
Bjarnahús - safnaðarheimili |
Garðarsbraut 11 |
640 |
Húsavík |
2.800 |
Gamli kjallari |
Yztafell |
641 |
Húsavík |
200 |
Grænavatnsbærinn |
660 |
Mývatni |
5.900 |
|
Grjótnes 1 |
Melrakkasléttu |
671 |
Kópasker |
1.050 |
Ásmundarstaðir 1 |
Melrakkasléttu |
675 |
Raufarhöfn |
1.050 |
Önnur hús og mannvirki hlutu samtals tæp 21 milljónir í styrk, þar af fjögur á Norðurlandi eystra upp á tæplega 1,4 milljónir.
ÖNNUR HÚS OG MANNVIRKI
Haraldshús |
Lindargata 24 |
580 |
Siglufjörður |
400 |
Draflastaðakirkja |
Fnjóskadal |
607 |
Akureyri |
200 |
Sunnuhvoll, gamli bær |
Bárðardal |
641 |
Húsavík |
350 |
Heiði 2 |
Langanesi |
681 |
Þórshöfn |
400 |
Þá fékk húsakönnun í Grímsey 800 þúsund krónur í styrk.