Fréttir

Stóri plokkdagurinn á Akureyri á sunnudag

Akureyringar og landsmenn allir eru hvattir til að tína (plokka) rusl

Lesa meira

Barnamenningarhátíð í Hofi í dag

Menningarhúsið Hof tekur virkan þátt í Barnamenningarhátíð á Akureyri með fjölbreyttum viðburðum á sumardaginn fyrsta

Lesa meira

Kynna hugmyndir um allt að 6 hæða hús í norðurhluta miðbæjar

Lesa meira

Umsækjendur um starf forstjóra Norðurorku

Lesa meira

Vinstri græn hafna hugmyndum um Frístund í Safnahúsinu á Húsavík

V-listi VG og óháðra í Norðurþingi sendi frá sér yfirlýsingu í morgun

Lesa meira

Aflétta sóttvarnaraðgerðum hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Lesa meira

Þitt álit skiptir máli

Helena Eydís Ingólfsdóttir og Hafrún Olgeirsdóttir skrifa

Lesa meira

Það tifa vænar blöðkur í Eyjafjarðará

Óhætt er að segja að þeir bræður Ívar og Eyþór Rúnarssynir 14 og 16 ára hafi gert góða ferð í Eyjafjarðará á dögnum þegar þeir settu svo sannarlega í þá stóru.

Eyjafjarðará sem var á árum áður  mun betur þekkt sem afbragðs bleikjuá er í dag að verða ein helsta ,,geymsla“ landsins á afar vænum sjóbirtingum sem freista veiðimanna mjög, já það tifa vænar blöðkur í Eyjafjarðará.  Bræðurnir sem báðir eru einnig mjög liðtækir knattspyrnumenn hnýta flestar flugur sínar sjálfir og það var Black Ghost  straumfluga sem annar birtingurinn gein við,  hinn réðst á Squarmy púpu. 

 

Vegna þess hve ungir þeir bræður eru þurfa foreldra þeirra  að trilla með þá út og suður til veiða og  á fótboltaæfingar og  viðurkennir móðir þeirra Valgerður Jónssdóttir að þrátt fyrir að áhugi foreldrana sé mikill bæði fyrir stangveiði og fótbolta  horfi þau til þess með nokkurri tilhlökkun þegar Eyþór fær bílprófið.

Lesa meira

Plokkdagurinn á Akureyri

Stóri plokkdagurinn verður haldinn næsta sunnudag, 24. apríl, og þá eru Akureyringar og landsmenn allir hvattir til að tína (plokka) rusl.

Nú er frábær tími til að hreinsa bæinn okkar og koma honum í sparifötin fyrir sumarið, enda er ýmislegt sem kemur í ljós þegar snjórinn hopar á vorin. Plokk er frábær útivera og gefandi verkefni sem eflir núvitund og gerir umhverfinu gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á búnað eða tæki nema þá helst ruslapoka og hanska.

Í Facebook-hópnum Plokk á Akureyri er tilvalið að hafa samband við aðra plokkara, merkja sér svæði til að hreinsa og láta vita hvernig gengur með máli og myndum.

Afrakstur plokksins má skilja eftir í sérstökum gámum sem settir verða við allar grendarstöðvar bæjarins frá miðvikudeginum 20. apríl fram til mánudagsins 25. apríl. 

Stjórnendur og starfsfólk stofnana og fyrirtækja á Akureyri eru hvött til að plokka í kringum sína vinnustaði í vikunni og hita þannig upp fyrir stóra daginn.

Nokkur góð ráð:
-Plokkum og hreyfum okkur í leiðinni – æfing dagsins
-Klæðum okkur eftir veðri
-Notum hanska og tangir ef þær eru til
-Virkjum alla fjölskylduna, vini og nágranna en hver á sínum hraða.

Lesa meira

Nýtt húsnæði auðveldar aðgengið

Efling sjúkraþjálfun opnar starfstöð í Kaupangi í haust

Lesa meira