Blað brotið í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Vél Easy Jet frá Manchester komin í stæði á Akureyarflugvelli í morgun.  Myndir  Ingvar og PÓ
Vél Easy Jet frá Manchester komin í stæði á Akureyarflugvelli í morgun. Myndir Ingvar og PÓ

Það er óhætt að segja að  brotið hafi verið blað í flugi um Akureyrarflugvöll í morgun,  þegar fyrsta flug  Easy Jet  til Akureyrar frá  Manchester sem er borg í norðvesturhluta Englands   lenti á flugvellinum eftir  tæplega 160 mín flug.

Með vélinni var nokkuð á annað hundrað farþega sem munu spóka sig hér í bæ og í nágrenninu næstu daga. Easy Jet mun fljúga á þriðjudögum og laugardögum til Manchester allt fram til  loka mars.

Fyrir flýgur félagið svo til London á sömu dögum.

Nýjast