Fréttir

,,Panda dúnúpla eftirminnilegasta jólagjöfin" segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum Akureyrar og nágrennis.

Vefurinn setti sig i samband við valinkunna Norðlendinga og sendi þeim nokkrar spurningar tengdum jólum og aðdraganda þeirra það skiptir fólk máli á þessum tíma  og hver væri eftirminnilegasta jólagjöfin amk. enn sem komið er. 

Það er Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum Akureryar  og nágrennis sem ríður á vaðið en hún stendur svo sannarlega i ströngu þessa dagana 

 Eftirminnilegasta jólagjöfin er panda dúnúlpa sem ég fékk þegar ég var 9 ára. Hún var mér eins og gull.

Uppáhalds jólahefðin er að fara út að borða á þorláksmessu með fjölskyldunni og skreyta svo jólatréið.

Mikilvægast er að hátíðirnar séu afslappaðar. Þess vegna að borða í náttfötum á aðfangadag.

Missa sig ekki í stressi.

Gleðileg jól.

 

Lesa meira

Eining-Iðja Nýr samningur við SA samþykktur

Í dag kl. 12:00 lauk atkvæðagreiðslu um  nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan fór fram inn á Mínum síðum félagsins.

Lesa meira

Éljagangur, snjókoma, frost og meira frost.

Þetta er á ,,matseðlinum´´ frá Veðurstofu Íslands þessa viku og ekki hægt að segja að það sé eitthvað óeðlilegt við það m.v. árstíma.

Trefill, húfa, góðir vettlingar og hlý úpla er það sem mælt er með og svo má alltaf  fá sér  gott kakó þegar inn er komið.  Svo tekur daginn að lengja á fimmtudag  og áður en varir verður komið sumar  og.......sól

Lesa meira

Útgefandi verður rithöfundur og gefur út bók hjá forlaginu sem hann stofnaði

Bókin Ástin á Laxá, Hermóður í Árnesi og átökin miklu komin út

Lesa meira

Endurbætur á Garðari á áætlun

Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem eigandi hússins, Gb5 ehf stendur fyrir. Megintilgangur með þessu stóra verkefni er að endurnýja og færa húsið til nútímans, en hafa þó í heiðri sögu þess og útlit

Lesa meira

Jólatré bernskunnar

Jón Hólmgeirsson kennari og handverksmaður frá Stafni í Reykjadal kom færandi hendi með jólatré sem hann smíðaði en það prýðir nú jólatrjáasölu Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna

Lesa meira

Framkvæmdir á Þengilhöfða við Grenivík ganga samkvæmt áætlun

Framkvæmdir við byggingu á lúxushóteli á Þengilhöfða við Grenivík ganga samkvæmt áætlun. Verið er að reisa starfsmannahús á svæðinu og verður lokið við það verkefni innan tíðar. Sem og einnig að gera undirstöður fyrir skálann á svæðinu.

Lesa meira

Hvalaskoðun Akureyri fær lóð í Oddeyrarbót

Fyrirtækið Hvalaskoðun Akureyri hefur fengið úthlutað lóð við Oddeyrarbót 2, austan við Menningarhúsið Hof en þar hefur fyrirtækið verið með starfsemi. Nú stendur til að byggja þjónustuaðstöðu fyrir hvalaskoðun og á að nýtast bæði heimamönnum sem og ferðamönnum.

Lesa meira

Karamella og köngull - Jólatrésskemmtun í Kjarna

Dansað verður í kringum jólatré við grillhúsið á Birkivelli nú kl. 14 í dag. Samkoman er samstarf jólasveina, Skógræktarfélags Eyjafjarðar og Félags eldri borgara á Akureyri.

Lesa meira

Nær 90% telja mikilvægt að Reykjavíkurflugvöllur sé á sama stað

Langflestir eru mjög eða frekar sammála því að Reykjavíkurflugvöllur sé nauðsynlegur til að halda tengslum við höfuðborgina. Þetta kom fram í netkönnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.

Lesa meira