Fréttir

Mannekla kemur niður á almennri löggæslu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er kveðið á um að mönnun löggæslu á Íslandi þurfi að vera í takt við þarfir samfélagsins. Því þurfi að gera tímabundið átak með það að markmiði að fjölga í lögreglunámi á háskólastigi og tryggja þannig aukið öryggi og fagmennsku innan lögreglunnar. Með fjölgun menntaðra lögreglumanna er unnt að bæta þjónustu, stytta rannsóknartíma og auka gæði lögreglustarfa.

Lesa meira

Ljósaganga gegn ofbeldi gengin i gær.

Ljósaganga gegn ofbeldi var farin í gær, 1. desember í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með logandi kyndla frá Zontahúsinu á Akureyri að Bjarmahlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Lesa meira

Rúmum 20 milljónum úthlutað úr Menningar-og viðurkenningasjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 89. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var 20,3 milljónum króna til 50 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Lesa meira

Norðurorka styrkir Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins er samstarf Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri. Markmið verkefnisins er að styðja efnaminni fjölskyldur og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Því miður eru mörg heimili á svæðinu sem eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda. Söfnunarfé sem safnast er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. 

Lesa meira

Þrjú tilboð bárust í rekstur Hríseyjarferju

Þrjú tilboð bárust í rekstur Hríseyjarferju, en tilboð voru opnuð í vikunni.

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar á morgun, laugardag

Laugardaginn 3. desember kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Úrval verka úr Listasafni Háskóla Íslands, Stofn, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Vatnið og landið, og samsýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi.

Lesa meira

Akureyrardætur styrkja Hjartavernd Norðurlands

Akureyrardætur er hjólahópur kvenna sem vilja efla aðrar konur til að hjóla sér til gleði og heilsubótar, þær láta einnig vel til sín taka í hjólreiðakeppnum víðsvegar.  

Lesa meira

,,Karíus og Baktus fá góða dóma frá okkur og mælum við með að fjölskyldufólk kíki á sýningu í Freyvangsleikhúsinu".

Við fjölskyldan brunuðum inn í Freyvang síðastliðinn sunnudag til að sjá hið sígilda leikrit Karíus og Baktus eftir Torbjörn Egner. Okkur fullorðna fólkinu finnst alltaf spennandi að sjá leikrit sem við ólumst upp við, yfirleitt í gegnum hlustun á plötur eða kasettur, sælla minningar. Þegar svona perlur eru settar upp setjum við, fullorðna fólkið, aðeins meiri kröfur á sýningarnar en ella, því við þykjumst vita allt um það hvernig leikritið á að vera og á ekki að vera, kunnum textann jafnvel utanbókar og getum sungið með flestum lögunum. Því kemur maður inn með ákveðnar væntingar á svona sýningu og vonast til að endurupplifa ljúfar æskuminningar.

Lesa meira

Stöðugur straumur í fyrstu Krónuverslunina á Akureyri

Krónan opnaði verslun sína á Akureyri í morgun, í um 2000 fermetra stóru húsnæði við Tryggvabraut. Margir hafa litið við og skoðað þessa nýjustu verslun í bænum.

Lesa meira

Bæjarráð Akureyrarbæjar - Samningur um samræmda móttöku flóttafólks

Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum i morgun þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks. 

Lesa meira