27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
,,Panda dúnúpla eftirminnilegasta jólagjöfin" segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum Akureyrar og nágrennis.
Vefurinn setti sig i samband við valinkunna Norðlendinga og sendi þeim nokkrar spurningar tengdum jólum og aðdraganda þeirra það skiptir fólk máli á þessum tíma og hver væri eftirminnilegasta jólagjöfin amk. enn sem komið er.
Það er Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum Akureryar og nágrennis sem ríður á vaðið en hún stendur svo sannarlega i ströngu þessa dagana
Eftirminnilegasta jólagjöfin er panda dúnúlpa sem ég fékk þegar ég var 9 ára. Hún var mér eins og gull.
Uppáhalds jólahefðin er að fara út að borða á þorláksmessu með fjölskyldunni og skreyta svo jólatréið.
Mikilvægast er að hátíðirnar séu afslappaðar. Þess vegna að borða í náttfötum á aðfangadag.
Missa sig ekki í stressi.
Gleðileg jól.