Veðurhorfur þessa viku.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því veðri sem Veðurstofa Íslands spáir að við munum njóta á Norðulandi eystra þessa viku. Vissulega mun kólna aðeins í kvöld og á morgun þriðjudag og miðvikudag má jafnvel búast við éljagangi sem verður að telja eðlilegt á þessum árstíma. Á fimmtudag er því svo spáð að hlýna muni á ný með austanátt og það gæti ringt af og til. Svipað veður verður svo um næstu helgi, austan og norðaustan á bilinu 5-13 metrar og hiti yfir frostmarki.
Prýðisveður fyrir þau okkar sem viljum ekki snjó.