Árið senn á enda er
Nú þegar hillir undir að árið renni sitt skeið er gott að setjast niður og líta um öxl, skoða það sem vel hefur farið á árinu og það sem hefur áunnist í stóru og smáu.
Ég er svo lánsöm að í starfi mínu sem þingmaður fæ ég að kynnast fjölbreyttum verkefnum, vera í góðum tengslum við kjósendur og fólk í mínu kjördæmi. Það er alltaf ánægjulegt að ferðast um kjördæmið, kynnast nýju fólki og viðhalda góðum tengslum. Á ferðum mínum heyri ég að öll erum við samróma um það að vilja það besta fyrir okkar samfélag.
Í starfi mínu á árinu sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar eru mörg mál sem standa upp úr og bara til að stikla á stóru langar mig til að nefna nokkur mál sem ég tel vera til mikilla bóta fyrir okkur öll.