Fréttir

Árið senn á enda er

Nú þegar hillir undir að árið renni sitt skeið er gott að setjast niður og líta um öxl, skoða það sem vel hefur farið á árinu og það sem hefur áunnist í stóru og smáu.

Ég er svo lánsöm að  í starfi mínu sem þingmaður fæ ég að kynnast fjölbreyttum verkefnum, vera í góðum tengslum við kjósendur og fólk í mínu kjördæmi. Það er alltaf ánægjulegt að ferðast um kjördæmið, kynnast nýju fólki og viðhalda góðum tengslum. Á ferðum mínum heyri ég að öll erum við samróma um það að vilja það besta fyrir okkar samfélag.

Í starfi mínu á árinu sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar eru mörg mál sem standa upp úr og bara til að stikla á stóru langar mig til að nefna nokkur mál sem ég tel vera til mikilla bóta fyrir okkur öll.

Lesa meira

Jól, áramót og gæludýr – það sem ber að varast!

Það er að mörgu að hyggja fyrir gæludýraeigendur yfir jól og áramót margt spennandi en kannksi ekki eins heppilegt fyrir gæludýrið. Þau á Dýraspítalanum  Lögmannshlíð tóku saman heilræði sem þau birtu á Facebooksíðu þeirra

Lesa meira

Norðurorka-Kjartan S. Friðriksson, 70 ára unglamb sem státaði af 54 ára starfsaldri þegar hann lét af störfum.

Heimasíða  Norðurorku segir skemmtilega sögu.

Á dögunum voru veittar starfsaldursviðurkenningar hjá Norðurorku hf. 

Það er gaman að segja frá því að almennt er starfsaldur hár í fyrirtækinu og starfsmannavelta lítil. Það voru 23 einstaklingar sem höfðu starfað í 10 ár eða lengur hjá Norðurorku þegar viðurkenningarnar voru veittar og var samanlagður starfsaldur þeirra 545 ár. Í slíkri reynslu býr mikill mannauður.

Einn þeirra sem hlaut viðurkenningu fyrir starfsaldur er Kjartan S. Friðriksson, 70 ára unglamb sem státaði af 54 ára starfsaldri þegar hann lét af störfum. Það þýðir að Kjartan vann fyrir Norðurorku, og forverum fyrirtækisins, allan sinn starfsaldur en slíkt er fágætt á vinnumarkaði nútímans.

Lesa meira

„Ég er algjör jólakálfur“

-segir Ólíver Þorsteinsson, rithöfundur og bókaútgefandi

Lesa meira

,,tel afgerandi niðurstöður benda til þess að okkar félagsmenn séu ánægðir með samninginn" segir formaður FVSA

Nú á hádegi lágu niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) fyrir. Báðir samningar voru samþykktir með miklum meirihluta.

Lesa meira

Veglegur stuðningur - Oddfellowstúkan Sjöfn styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON) 700 þúsund króna styrk í tilefni 70 ára afmælis félagsins fyrr á árinu.

Lesa meira

FVSA -Nýr kjarasamningur samþykktur 21.des | 2022

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) lauk á hádegi í dag og var hann samþykktur með 90.82% greiddra atkvæða.

Alls voru 1.905 á kjörskrá Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, þar af nýttu 523 atkvæðisrétt sinn og kjörsókn því 27.45%. Alls samþykktu 475 samninginn, eða 90.82% þeirra sem kusu, 41 höfnuðu samningnum eða 7.84% og 7 tóku ekki afstöðu, eða 1.34%. 

Lesa meira

Einn elsti starfsmaður Samherja lætur af störfum- Þó ekki alveg hættur –

„Ég færði mig frá Útgerðarfélagi Akureyringa til Samherja þegar þeir frændur höfðu gert út fyrsta skipið í hálft ár, frystitogarann Akureyrina EA. Á næsta ári verða liðin fjörutíu ár síðan saga Samherja hófst, þannig að ég hef verið hjá fyrirtækinu í rétt rúmlega 39 ár. Þótt ég láti nú formlega af störfum skila ég ekki lyklunum alveg strax, því við Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri höfum sammælst um að ég verði eftirmanni mínum innan handar næstu mánuðina,“ segir Ólafur Hermannsson lagerstjóri skipaþjónustu Samherja, sem eðli málsins samkvæmt er í hópi elstu starfsmanna Samherja.

Lesa meira

,,að skiptast á að sjá um jólamatinn" Björn Þór Sigbjörnsson útvarpsmaður á Rás1

Vefurinn setti sig i samband við valinkunna Norðlendinga og sendi þeim nokkrar spurningar tengdum jólum og aðdraganda þeirra vildi hvað skiptir fólk máli á þessum tíma  og hver væri eftirminnilegasta jólagjöfin amk. enn sem komið er.  Það er útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 1 Björn Þ. Sigbjörnsson sem er fyrir svörum.

Lesa meira

Aukið fé í málaflokk fatlaðra

Ríki og sveitarfélög hafa gert með sér samkomulag um að aukið fé renni til málaflokks fatlaðra sem hefur um langt árabil verið mjög vanfjármagnaður af ríksins hálfu en það hefur bitnað illa á rekstri stærstu sveitarfélaga landsins. Samkomulagið felur í sér að útsvar verður hækkað um 0,22% en tekjuskattur lækkaður um samsvarandi hlutfall. Þessi breyting mun því ekki hafa nein áhrif á hinn almenna skattgreiðanda því skatthlutfallið, sem samanstendur af útsvari og tekjuskatti, verður hið sama eftir sem áður. Hins vegar gerir þetta ríkinu kleift að láta meiri fjármuni renna til reksturs á málaflokki fatlaðra í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lesa meira