Framkvæmdir á Þengilhöfða við Grenivík ganga samkvæmt áætlun

Mynd á facebooksíðu Hofdilodges
Mynd á facebooksíðu Hofdilodges

Framkvæmdir við byggingu á lúxushóteli á Þengilhöfða við Grenivík ganga samkvæmt áætlun. Verið er að reisa starfsmannahús á svæðinu og verður lokið við það verkefni innan tíðar. Sem og einnig að gera undirstöður fyrir skálann á svæðinu.

Til að byrja með mun starfsfólk sem vinnur við að reisa hótelið búa í starfsmannahúsunum en síðar þegar reksturinn er komin í fullan gang er gert ráð fyrir að starfsfólk hótelsins búi í húsunum.

Einnig er verið að steypa grunn að sjálfu hótelinu sem verður um 6000 fermetrar að stærð með 40 herbergjum. Einnig eru verið að  slá upp fyrir hesthúsi sem verður á svæðinu.

Stefnt er að því að hótelið verði opnað í kringum áramót 2023 til 2024.

Nýjast