Éljagangur, snjókoma, frost og meira frost.

Jólin koma, jólin koma!
Jólin koma, jólin koma!

Þetta er á ,,matseðlinum´´ frá Veðurstofu Íslands þessa viku og ekki hægt að segja að það sé eitthvað óeðlilegt við það m.v. árstíma.

Trefill, húfa, góðir vettlingar og hlý úpla er það sem mælt er með og svo má alltaf  fá sér  gott kakó þegar inn er komið.  Svo tekur daginn að lengja á fimmtudag  og áður en varir verður komið sumar  og.......sól

Textaspá fyrir Norðurland eystra

Norðurland eystra

Norðaustan 10-18 og éljagangur, en 13-20 á morgun og snjókoma um tíma eftir hádegi. Dregur úr vindi annað kvöld. Frost 0 til 8 stig.
Spá gerð: 19.12.2022 09:58. Gildir til: 21.12.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (vetrarsólstöður):
Norðaustan 13-20 m/s, en dregur smám saman úr vindi með deginum. Víða él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Norðaustan og norðan 5-13 og dálítil él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Frost 4 til 14 stig.

Á föstudag (Þorláksmessa) og laugardag (aðfangadagur jóla):
Norðan 5-13 og él um landið norðanvert, annars þurrt að kalla. Herðir á frosti.

Á sunnudag (jóladagur):

Útlit fyrir svipað veður áfram.

Nýjast