Alþjóðlegt eldhús á Amtsbókasafni
Fjölmenni smakkaði á réttum frá 12 þjóðlöndum
„Þetta er góð og skemmtileg hefð sem mörgum þykir ómissandi,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir verkefnastýra hjá Áfram Hrísey
,,Það hefur orðið mikil jákvæð vakning í þessum málum og margir að átta sig æ betur á því að sóun er bara alls ekki lengur í tísku,“ segir Dagný Fjóla Elvarsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Brynjari Inga Hannessyni rekur verslunina Aftur nýtt í Sunnuhlíð á Akureyri. Þar gefst hverjum sem það vill kostur á að leiga pláss, einn bás eða fleiri og selja fatnað, skó, leikföng, eða bækur svo dæmi séu nefnd. Alls eru í boði 48 básar og yfirleitt allir fullnýttir.
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.
Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en hins vegar vill Vegagerðin auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju.
Í samkomulaginu felst meðal annars að Björgunarsveitin Garðar mun ferja starfsfólk PCC til og frá vinnu þegar veður er slæmt
Eining-Iðja hefur afhent Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.1 milljón króna. Félagið hefur í mörg ár styrkt Jólaaðstoðina, samstarfverkefni Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri sem hefur staðið yfir frá árinu 2013. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og ákváðu félögin í fyrra að stofna Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis og er samstarfið nú á ársgrundvelli en ekki einungis fyrir jólin.
Í dag kl 14 verður samkomulag undirritað, í Aðalstræti 14 á Akureyri, á milli Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi og Samnor, framhaldsskólanna á Norðurlandi um samstarf tengt forvörnum gegn ofbeldi, fræðslu til skólanna og stuðning við fagaðila innan skólanna, auk beins samtals við nemendur s.s. í gegnum nemendafélögin. Þá er einnig um að þjónustuaukningu fyrir aldurshópinn 16-18 ára, þ.e. framhaldsskólaaldurinn en í Bjarmahlíð hefur orðið vart við vaxandi þörf á stuðningi fyrir þennan aldur.
Í frettatilkynningu frá framkvæmdaráði Bjarmahlíðar sem send var til fjölmiðla í morgun segir:
Jólamarkaðurinn í Skógarlundi verður haldinn næstu helgi, 2. og 3. desember, Vörurnar verða einnig í boði á Glerártorgi í næstu viku eða dagana 28. og 29. nóvember frá kl. 13 til 15.30.
Ekkert tilboð barst í eignina Sólgarð í Eyjafjarðarsveit fyrir auglýstan frest til að leggja fram tilboð að sögn Björns Guðmundssonar fasteignasala hjá Byggð á Akureyri og er eigin því í hefðbundnu söluferli. Björn segir að á sölutímanum hafi þónokkrar fyrirspurnir borist, „og eru þreifingar í gangi núna,“ segir hann.