Fréttir

Dagskráin-dreifing tefst

Vegna ófærðar  hefur Dagskráin þvi miður ekki skilað sér til bæjarsins  og  því er ljóst að útburður getur ekki hafist fyrr en i fyrsta lagi seint síðdegis eða jafnvel á morgun. 

Þvi miður ekkert við þessu að gera  en hægt er að skoða blaðið hér á vefnum.

Lesa meira

Kortleggur erfðamengi rjúpunnar

Kristinn P. Magnússon, prófessor í sameindaerfðafræði við Háskólann á Akureyri, borðar ekki rjúpur um jólin en þekkir þær þó mun betur en aðrir.

Lesa meira

Það er sælla að gefa en þiggja!

Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar heyrðu af því að aldrei hefðu fleiri óskað eftir mataraðstoð vegna komandi hátíðar. Þá var ákveðið að leggja hönd á plóg. Starfsmenn SA söfnuðu í sjóð og fóru og verslaðuðu matarpakka  Starfsmenn SA komu saman og afhentu svo pakkana  til Sigrúnar Steinarsdóttur sem sér um dreifingu. 
Stöndum saman því það eiga allir skilið að eiga gleðileg jól.

þetta má sjá á Facebooksíðu slökkviliðsins ásamt nokkrum myndum

Lesa meira

Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna, miðvikudaginn 21. desember

Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna á Norðurlandi verður haldin miðvikudaginn 21. desember hér á Svalbarðseyri.

Píeta samtökin standa fyrir göngunni og ætla að hittast við hárgreiðslustofuna Hárið 1908 þar sem hægt verður að kaupa kaffi og kakó. Allur ágóði sölunnar mun renna til Píeta samtakanna. 

Lesa meira

Aðalfundur GA var haldinn 15. desember

15. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fyrir rekstrarárið 2022 en 43 GA félagar mættu upp á Jaðar og fylgdust með fundinum. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf en það var hann Jón Steindór Árnason sem var kosinn fundarstjóri og Jón Heiðar Sigurðsson var kosinn ritari. Bjarni Þórhallsson, formaður GA, hóf fundinn á því að fara með skýrslu formanns áður en Steindór Kristinn, framkvæmdarstjóri, fór yfir rekstrarárið ásamt því að fara yfir ársreikning klúbbsins fyrir árið 2022 og var hann samþykktur af fundargestum.

Lesa meira

Samskip og Andrésar andar leikarnir skrifa undir 3ja ára samning

Samskip hefur um langt árabil verið traustur bakhjarl Andrésar andar leikanna og hafa þessir aðilar nú endurnýjað samstarf sitt til næstu þriggja ára.

Lesa meira

Meiri lífgæði fyrir fatlaða og betrumbætt leiksvæði

Fyrir liggur að Akureyrarbær mun fara í endurbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarstræti 16 þar sem þörfin er mjög mikil. Velferðarráð Akureyrarbæjar óskaði eftir umræddri staðsetningu, þar sem hún er talin henta mjög vel. Húsið hefur staðið autt í nokkur ár vegna þess að það uppfyllir ekki nútímakröfur um aðbúnað. Því verður nú breytt og endurbygging mun skila stærra og betra húsi sem henta notendum. Eina leiðin til þess gera slíkar breytingar er að stækka húsið til suðurs inn á grænt svæði, sem stendur við leikvöllinn í Innbænum. Hægt er að sjá ágætlega breytinguna með því að horfa á bleiku línurnar á myndinni hér að neðan.

Lesa meira

Snortin yfir góðum viðbrögðum

-Stefnir í að um 300 manns þurfi aðstoð fyrir jólin

 

Lesa meira

”Niðurstaðan er afar ánægjuleg, reyndar glæsileg,, segir formaður Framsýnar á Húsavík

Vefurinn náði tali af Aðalsteini Árna Baldurssyni og innti hann eftir viðbrögðum við úrslitum í kosningum um nýjan kjarasamning við Starfsgreinasambandið.  Félagar í Framsýn samþykktu samningin örugglega en u.þ.b 85% félagsmanna sem þátt tóku samþykktu hinn nýja samning

Aðalsteinn stóridómur er fallinn samningurinn er samþykktur með miklum meirihluta, þín viðbrögð?

Niðurstaðan er afar ánægjuleg, reyndar glæsileg. Við fylgdum eftir kröfugerð félagsmanna sem greinlega eru ánægðir með útkomuna þar sem um 86% félagsmanna þeirra aðildarfélaga innan Starfsgreinsambandsins sem stóðu að gerð kjarasamningsins samþykktu hann í rafrænni atkvæðagreiðslu.

Hvernig tilfinning er að sjá þessar viðtökur félagsmanna?
Að sjálfsögðu góðar enda eru félagsmenn að senda skýr skilaboð með þessari afstöðu varðandi samninginn. Það eru ekki allir sem átta sig á þeirri miklu vinnu sem er á bak við gerð kjarasamnings, þess vegna ekki síst skiptir verulega miklu máli að samningnum sé vel tekið af okkar félagsmönnum.

Fannst þér að áróður væri rekinn gegn þessum samningum fra stjórnendum Elfingar?
Já, áróður forsvarsmanna Eflingar gegn kjarasamningnum er þeim til mikillar skammar. Þau lögðu mikla vinnu í að tala samninginn niður og vöruðu við samþykkt hans meðal annars með ályktun. Höfum í huga að Eflingu bauðst að vera með okkur í kjarasamningsgerðinni sem félagið hafnaði. Það er, þau höfnuðu samstöðunni, svo það sé á hreinu. Hins vegar óska ég Eflingu velfarnaðar í kjaraviðræðum þeirra við Samtök atvinnulífsins á næstu dögum um leið og ég gleðst yfir því að félagsmenn Framsýnar fái launahækkun frá 1. nóvember. Það er í aðdraganda jóla þegar útgjöld heimilanna ná almennt hámarki á hverju ári.

Lesa meira

,,Ákaflega ánægð með afgerandi niðurstöðu“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju á Akureyri

,,Við hjá Einingu-Iðju erum ákaflega ánægð með að okkar félagsmenn skildu kveða upp afgerandi  niðurstöðu í kosningunni um samninginn. Tæp 84% þeirra sem kusu samþykktu hann og það segir okkur að við vorum að gera rétt með því að skrifa undir þennan skammtímasamning“ segir Björn Snæbjörnsson um nýja kjarasamninga sem samþykkt voru fyrr í dag.  Eins og fyrr greindi hér voru samningarnir samþykktir með miklum meirihluta, já sögðu 83,93% nei sögðu 10,10%  þeir sem ekki tóku afstöðu voru 5,97%   Kjörsókn var 26,1%.

Lesa meira