Fréttir

Viking Brugghús gerir það gott

Bjórarnir Víkingur Gylltur og Thule unnu báðir nýverið til gullverðlauna í sínum flokki í hinni árlegu European Beer Challenge, sem er nokkurs konar Evrópukeppni í bjórgerð þar sem bjórframleiðendur keppa í fjölda mismunandi flokka. Báðir drykkirnir eru framleiddir af Víking brugghúsi á Akureyri en ásamt gullverðlaununum fékk framleiðandinn einnig silfurverðlaun fyrir bæði Víking Lite og Víking Rökkr.

Lesa meira

Að láta til sín taka sem stúdent við Háskólann á Akureyri

Í dag fer fram Fullveldishátíð: Dagur stúdenta í Háskólanum á Akureyri. Að því tilefni ritar Sólveig Birna Elísabetardóttir, formaður SHA hugvekju

Gleðilega hátíð. Dagurinn í dag, fullveldisdagur Íslendinga, er táknrænn fyrir mikilvægan hóp samfélagsins: Stúdenta. Ég hóf nám við Háskólann á Akureyri haustið 2019 og heillaðist strax af því einstaka samfélagi sem hér er. Ég vissi um leið að ég vildi taka virkan þátt í þessu samfélagi og leggja mitt af mörkum til að efla það og styrkja enn frekar. Ári seinna fór ég að sinna hagsmunagæslu stúdenta og setti mér markmið að vera ávallt til staðar fyrir stúdenta háskólans. Sérstaklega fyrir stúdenta sem þurfa á stuðningi að halda þegar kemur að því að leita réttar síns og standa á sínu. Það gaf því auga leið að þegar ég var kosin formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) var það mitt leiðarljós – að vera til staðar fyrir ykkur, stúdentar. Ég vil því nota tækifærið hér og nú og þakka ykkur, stúdentum við Háskólann á Akureyri, fyrir að treysta mér og leita til mín þegar eitthvað liggur ykkur á hjarta – því saman getum tekist á við krefjandi verkefni og klifið himinhá fjöll.

Lesa meira

Vaðlaheiðargöng - Umferðin í nýliðnum nóvember var um 16% meiri en í fyrra

Umferðin í nýliðnum nóvember milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar var um 16% meiri en í fyrra, þrátt fyrir að hlutfall umferðar um göngin fari úr 89% í 86% af heildarumferð er aukning á umferð í göngin um 12% en stór aukning um skarðið eða 49% milli ára.

Lesa meira

Sjómenn samningslausir í þrjú ár

Trausti Jörundarson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar er með pistil á heimasíðu félagsins um  stöðuna i kjaramálum sjómanna en þeir hafa verið samningslausir i þrjú ár. 

Í pistli Trausta segir:  

Lesa meira

Ég sat hjá

Lesa meira

Á Pólinn fyrir jólin!

Grófin geðrækt er lágþröskulda, gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja auka virkni, komast í góðan félagsskap og stunda sjálfsvinnu á jafningjagrundvelli. Markmið Grófarinnar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir til að vinna í sínum bata á eigin forsendum og á eigin ábyrgð, sem og að skapa vettvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðverndarmálum á jafningjagrunni, hvort sem þeir eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða einfaldlega áhugafólk um framfarir í geðheilbrigðismálum.

Lesa meira

Alzheimersamtökin - Mikilvægt að rjúfa einangrun og deila reynslu

„Fólk er afskaplega þakklátt fyrir að fá þetta tækifæri, hafa vettvang til að koma saman og eiga notalega og fræðandi stund,“ segir þær Björg Jónína Gunnarsdóttir og Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir en þær eru tenglar Alzheimersamtakanna á Akureyri. Í haust hófu þær að bjóða upp á svonefnt Alzheimerkaffi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og verður það næsta á mánudag, 5. desember  frá 17 til 19. 

Lesa meira

Samningur undirritaður við FabLab-Húsavík

Í gær undirrituðu Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, og Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri FabLab-Húsavík samning Norðurþings við FabLab-Húsavík.  Byggðaráð samþykkti samninginn þann 12. maí sl. en honum er ætlað að tryggja grunnfjárupphæð til rekstrar FabLab smiðjunnar á Húsavík til næstu þriggja ára með árlegu framlagi Norðurþings sem kemur á móti fjármögnun ríkisins og eflir möguleika á öflun sjálfsaflafjár. Norðurþing greiðir 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til FabLab-Húsavík árin 2022, 2023 og 2024.

Lesa meira

Ljósaganga í Innbænum á morgun fimmtudag

Fimmtudaginn 1. desember kl. 16.30 fer fram ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls ofbeldis.

Lesa meira

Fantasían Ólafur Liljurós frumflutt á Nýárstónleikum SN

Tónskáldið Michael Jón Clarke hefur samið sinfóníuna Ólafur Liljurós sem frumflutt verður á Nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í janúar

Lesa meira