Gildir frasinn góði um einmunatíð núna?
Segja má að veðurspá þessarar viku ættuð frá Veðurstofu Íslands tóni afskaplega vel við langtíma spá sem við gerðum að yrkisefni hér á vefnum s.l. laugardag. Það er mjög nálægt þvi að grípa megi til fransans fræga ,,einmuna tíð“. Þeir svartsýnu hugsa að þetta sé nú eitthvað brogað og ,,hann muni sko heldur betur láta til sín taka þegar hann loksins brestur á“ Þetta þá sagt með miklum þunga sem hæfir þessum orðum.