Hvalaskoðun Akureyri fær lóð í Oddeyrarbót

Hvalaskoðun Akureyri hefur fengið úthlutað lóð við Oddeyrarbót 2. Heimilt er að reisa hús á tveimur …
Hvalaskoðun Akureyri hefur fengið úthlutað lóð við Oddeyrarbót 2. Heimilt er að reisa hús á tveimur hæðum þar.

Fyrirtækið Hvalaskoðun Akureyri hefur fengið úthlutað lóð við Oddeyrarbót 2, austan við Menningarhúsið Hof en þar hefur fyrirtækið verið með starfsemi. Nú stendur til að byggja þjónustuaðstöðu fyrir hvalaskoðun og á að nýtast bæði heimamönnum sem og ferðamönnum.

Fyrirtækið óskaði á dögunum eftir því að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar og að reisa tveggja hæða byggingu en fyrri deiliskipulagsskilmálar gerðu ráð fyrir að heimilt yrði að byggja á lóðinni allt að 200 fermetra stórt hús á einni hæð. Þrjár lóðir eru við Oddeyrarbót og gert ráð fyrir að sambærilegir skilmálar gildir fyrir þær allar.

Bæjarprýði

Í erindi Hvalaskoðunar kemur fram að til standa að byggja hús sem verði bæjarprýði, vönduð efni notuð bæði úti og inni .Efnisvalið miðast við bryggjuumhverfið.   Inngangar og eða sölulúgur verða á þremur hliðum hússins og tryggja lifandi mannlíf umhverfis bygginguna. Húsið verður tæpir 300 fermetrar að stærð og á þeirri efri verður fjölnotasalur með stórum glerflötum sem lýsast upp á kvöldin og yfir vetur.

Nýjast