Fréttir

Pharmarctica á Grenivík byggir 1500fm viðbyggingu

 Síðasta sperran í nýrri viðbyggingu við fyrirtækið Pharmarctica var reist nú fyrr í dag. „Má með sönnu segja að veðrið er búið að leita við okkur í framkvæmdunum, en ekki er alvanalegt að snjólaust sé hér á víkinni þegar liðið er undir lok nóvember,“ segir í frétt á vefsíðu félagsins.  Á dögunum luku verktakar við að steypa plötuna í viðbygginguna.

Lesa meira

Sett fram í tilefni á sölu eignar Akureyrarbæjar

Góðan dag

Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar

 Það hefur stundum farið fram umræða í bænum um hvernig standa eigi að sölu og ráðstöfun á eignum bæjarins og er það vel, slíku ferli á að vera hægt að treysta og það hafið yfir gagnrýni, það á að skila ákveðnu markmiði, t.d. hámörkun virðis þeirra eigna sem um ræðir eða hvað það nú er og það á að ræða fyrir opnum tjöldum en ekki afgreiða bak við öskutunnur!

Lesa meira

Síðasta sýningin af Hamingjudögum

Leikfélag Akureyrar frumsýndi Hamingjudaga eftir nóbelsverðlaunaskáldið Samuel Beckett í Menninarhúsinu Hofi í byrjun september. Verkið hefur fengið feykilega góða dóma gagnrýnenda og hlaut meðal annars fjórar stjörnur af fimm í Morgunblaðinu.

Lesa meira

Húsavik næstum best i heimi!

Samkvæmt  því sem fram kemur á síðu  Húsavíkurstofu á Facebook er Húsavík í  17 sæti á lista ferðavefsins Travel Lemming yfir bestu áfangastaðina til að heimsækja árið 2023. Það eru 50 áfangastaðir út um allan heim sem eru tilgreindir og  Húsavík er s.s i 17 sæti listans sem verður að teljast ansi gott og i raun spennandi.

Lesa meira

Ljósin tendruð á jólatrénu

Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu kl. 16 á laugardag þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu sem Randers gefur Akureyringum.

Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnir

Vegna æfingar aðgerðarsveitar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs Akureyrar mega vegfarendur búast við ökutækjum lögreglu og sjúkraliðs í forgangsakstri á Akureyri, næstu klukkustundirnar og síðan á morgun eftir kl. 14:00 einnig í nokkrar klukkustundir.

Lesa meira

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin n.k.  fimmtudag  24. nóvember í Hofi á Akureyri og stendur hún yfir frá klukkan 13-15:30.

Lesa meira

Frábær frammistaða krakka í Sundfélaginu Óðni

Sundfélagið Óðinn sendi vaska sveit til keppni á Íslands og Unglingameistaramótinu i sundi í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um nýliðna helgi.  Óhætt er að segja að árangur keppenda frá Óðni hafi verið góður því sjö sinnum syntu keppendur frá félaginu til úrslita og ein verðlaun unnust.   Annars er freistandi að gefa  fréttaritara félagsins ,,orðið“ og hér kemur lífleg færsla hans.

Lesa meira

Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir heiðraðar af Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis á 70 ára afmælishátíð félagsins

Í tilefni 70 ára afmælis Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis heiðraði félagið þær stöllur Ingu Vestmann og Vilborgu Jóhannsdóttur.

Lesa meira

Heimsendur matur á Akureyri sá fjórði dýrasti.

Á vefsíðunni  www.aldurerbaratala.is er birt  könnun á verði á heimsendum mat í 13 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Í könnuninni voru ekki metin gæði og magn matarskammta á milli sveitarfélaga, hvort eftirréttur fylgir aðalrétti eða hvort um er að ræða heitan eða kaldan útsendan mat.  Samkvæmt  þessari könnum er  Akureyri  í fjórða sæti yfir dýrustu máltíðir sem seldar eru.

 Frétt og færslu af  vefnum aldruerbaratala.is má sjá hér  fyrir neðan.

Lesa meira