Jólatré bernskunnar

Mynd af facebooksíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga
Mynd af facebooksíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga

mth@vikubladid.is

Jón Hólmgeirsson kennari og handverksmaður frá Stafni í Reykjadal kom færandi hendi með jólatré sem hann smíðaði en það prýðir nú jólatrjáasölu Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna og mun gera fram til jóla. Þá fer tréð aftur heim til fjölskyldu Jóns þar sem það mun gleðja yfir hátíðarnar.

Jón starfaði lengst af við að mennta eyfirska smiði og handverksfólk. Hann leit við í Kjarna til að afla sér efnis til úrskurðar og lýsti þá fyrir starfsfólki jólatré bernsku sinnar, en það smíðaði faðir hans fyrir heimilisfólk á Stafni. Tréð var skreytt með greinum af íslenskum eini sem safnað var í nágranni bæjarins. Á trénu sem er til sýnis í Kjarna er síberuþinur í aðalhlutverki. 

Nýjast