Fréttir

Vel heppnað málþing um Eflingu byggðar á Norðausturhorninu

Í gær, 3. apríl héldu SSNE og Austurbrú málþing á Þórshöfn undir merkjum Eflingar byggðar á Norðausturhorninu - orka - náttúra - ferðaþjónusta, en málþingið var styrkt af Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Lesa meira

Graskögglaverksmiðja í burðarliðnum

„Næsta skref er að stofna félagið formlega og það verður gert fljótlega eftir páska. Eins erum við að hefja leit að fjárfestum til að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Haukur Marteinsson formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga en félagið ásamt Fjárfestingafélagi Þingeyinga kynnti áform um þurrkstöð við Húsavík á fjárfestingahátíð Norðanáttar sem fram fór á Siglufirði á dögunum. Þurrkstöðinni við Húsavík mun auk þess að framleiða grasköggla, þurrka korn og eins er ætlunin að þurrka grisjunarvið og framleiða m.a. undirburð.

Lesa meira

Verk eftir 23 myndlistarmenn valin á sýninguna Afmæli

Í janúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Afmæli, sem mun standa yfir 2. júní - 24. september næstkomandi.

Lesa meira

Eðlilegt að viðskiptavinir viti hvaðan maturinn kemur

„Það er eðlilegt að viðskiptavinir veitingastaðanna viti hver uppruni þess matar sem þeir kaupa og borða er, en á því hefur verið talsverður misbrestur,” segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Sambandið hefur hvatt félagsmenn í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði að geta uppruna þeirra landbúnaðarvara sem þeir bjóða upp á matseðlum sínum.

Lesa meira

Hver verður Akademón vefsíðunnar?

AkureyrarAkademían hefur tekið í notkun nýja vefsíðu, sjá á akak.is. Í tilefni af því bjóðum við upp á skemmtilegan leik sem felst í því að leysa lauflétta krossgátu sem er á forsíðu nýju síðunnar. Til þess að gera það þarftu að setja þig í spor Sherlock Holmes, skoða upplýsingar á síðunni og ráða krossgátuna og finna lausnarorðið, og senda það inn með því að smella á textahnappinn fyrir neðan krossgátuna. Við ætlum að draga úr réttum innsendum lausnarorðum, þriðjudaginn 11. apríl nk. Einn heppinn einstaklingur verður Akademón vefsíðunnar og fær verðlaun að auki.

Lesa meira

Þór í efstu deild í körfubolta kvenna

Stelpurnar i Þór tryggðu sér  sæti í Subway deild  (efsta deild) í körfubolta í gærkvöldi þegar þær  lögðu lið Snæfells frá Stykkishólmi í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni 1 deildar en leikið var í Íþróttahúsinu á Stykkishólmi.  Lokatölur  voru 100 - 90 eftir framlengdan leik, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 81-81.  Þeir vann þetta einvígi  því 3-1 og tryggðu sér sæti i efstu deild eins og áður sagði en það eru 45 ár frá því að félagið átti lið í deild þeirra bestu.

Glæsilegt hjá Þórsstelpum  og fram undan er barátta um gullið við lið Stjörnunnar og  fer fyrsti leikur  liðanna fram á morgun 4 apríl kl. 19:15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ, þær taka svo á móti andstæðingum sína í Íþróttahöllinni þann 8 apríl en vinna þarf  3 leiki til þess að tryggja sér gullið og efsta sæti fyrstu deildar.

Til hamingju Þórsarar. 

 

 

Lesa meira

Hér er spurt um Norðlenska hljómsveit

Spurningaþraut Vikublaðsins #2

Lesa meira

Akureyri- Velferðarráð vill Lautina í heppilegra húsnæði

„Við höfum verið að skoða hvað hægt er að gera í stöðunni,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs Akureyrar. Þjónusta og húsnæðismál Lautarinnar, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, voru til umræðu hjá Velferðarráði. Fulltrúi V-lista óskaði eftir að málefni Lautarinnar yrðu tekin til umræðu.

 

Lesa meira

Stórutjarnaskóli hlaut umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar

Stórutjarnaskóli hlaut umhverfisverðlaun fyrir árið 2022 í Þingeyjarsveit, en ákveðið hefur verið að veita slíka viðurkenningu árlega fyrir eftirtektarvert framtak á sviði náttúruverndar, umhverfismála eða sjálfbærrar þróunar.  Um er að ræða arfleið frá gamla Skútustaðahreppi segir á vefsíðu Þingeyjarsveitar en bent á að ýmis önnur sveitarfélög veiti slíkar viðurkenningar og þá með ýmsu sniði

Lesa meira

Skjálfandi Listahátíð snýr aftur

Hátíðin í ár verður tileinkuð listakonunni Huldu og undurfallega Skjálfandaflóa

Lesa meira