Fréttir

Bæjarráð Akureyrar samþykkir 30 milljón króna viðauka vegna stuðningsþjónustu

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt beiðni velferðarráðs um tæplega 30 milljón króna viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukinnar þarfar fyrir stuðningsþjónustu. Unnið hefur verið eftir nýjum reglum um stuðningsþjónustu á Akureyri í nokkra mánuði og hafa þau markmið að fækka þeim sem eingöngu frá þrif að nokkru leyti gengið eftir, en meiri áhrif þeirrar ákvörðunar koma betur í ljós þegar líður á ári

Lesa meira

Flugklasinn Air 66N Fjögur sveitarfélög á Norðurlandi láta af stuðning

 Nokkur sveitarfélög á Norðurlandi sem stutt hafa við verkefni Flugklasans Air 66N hafa ákveðið að styrkja verkefnið ekki lengur. Það á við um Akureyrarbæ, Norðurþing, Skagafjörð og Fjallabyggð. Svör hafa ekki borist frá öllum sveitarfélögum á Norðurlandi sem fengu beiðni um áframhaldandi stuðning við verkefnið. Flugklasinn hefur verið í gangi frá árinu 2011. 

Lesa meira

Landbúnaður á krossgötum. Bændur bjóða heim.

Gestum gefst kostur á að heimsækja bændur á laugardag og kynna sér starfsemi sem fram fer á býlunum.

Lesa meira

,,Þá fer alltaf allt á hliðina“

,,Fyrsti snjórinn, þá fer alltaf allt á hliðina og við munum ekki horfa mikið upp frá vinnu okkar  næstu 10 daga eða svo“ sagði reyndur starfsmaður á einu af dekkjaverkstæðum bæjarins í morgun þegar  vefurinn leit við.  ,,Þessi törn stendur yfirleitt  i 10 daga.  Fólk er í dag mun þolinmóðara en fyrr var og það er afskaplega þakklátt þegar  búið er að ,,járna“   Aðspurður  sagðist hann álíta að 70%  settu nagladekk undir, það væri ekki mikil breyting  þar á en þó mjakaðist í retta átt, sjálfur  keyrði hann ekki um á  negldum.

Lesa meira

Gæslan hafi fasta starfsstöð fyrir þyrlu á Akureyri

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri. Alls eru flutningsmenn þingsályktunartillögunnar 15 talsins úr fjórum flokkum.

Lesa meira

Kvartanir vegna umgengni við lóð

Nokkuð hefur verið um kvartanir vegna umgengni um lóð við  Hamragerði  á Akureyri. Á lóðinni hafa safnast upp fjölmargir bílar, með og án skráningarmerkja, hjólbarðar og fleiri lausamunir.

Lesa meira

Árið er 2025

Ráðamenn þjóðarinnar sitja á neyðarfundi ásamt, landlækni, umboðsmanni barna og sveitarstjórum eftir að hafa vaknað upp við þá staðreynd að kennarar geta ekki einir gert kraftaverk, sinnt ólíkum hópi nemenda og leyst öll mál. Ansi margir foreldrar hafa ekki lengur tíma til að vera foreldrar, þora ekki að setja börnum sínum mörk og kunna ekki að þjálfa upp dugnað og seiglu.

Lesa meira

Þátttakendur og gestir ánægðir með framlag vísindafólksins okkar á Vísindavöku

„Það er svo nauðsynlegt að gera vísindi aðgengileg fyrir almenning” segir Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri (HA) um þátttöku í Vísindavöku. „ Mér fannst mjög gaman að taka þátt, starfsfólk Vísindavöku og HA voru mér innan handar um allt sem ég þurfti og allt vel skipulagt. Ég myndi svo gjarnan vilja taka þátt aftur,” bætir hún við.

Lesa meira

Leikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit stækkar í takt við fjölgun í sveitarfélaginu

Nýjasti hluti leikskólans Álfasteins í Hörgársveit var tekin í  notkun á dögunum, en um er að ræða ungbarnadeild sem fengið hefur nafnið Ljósálfadeild. Við vígslu deildarinnar var einnig tekin í notkun ný starfsmannaaðstaða. Með þeirri stækkun sem nú var tekin í notkun er pláss fyrir 90 börn á leikskólanum. Þau eru nú rétt yfir 60 talsins. Alls starfa 25 manns hjá Álfasteini í 23 stöðugildum. Kvenfélagið í Hörgársveit gaf leikskólanum 500 þúsund krónur að gjöf til leikfangakaupa í tilefni af stækkuninni.

Lesa meira

Frá Höfnum Norðurþings

Nú er í gildi appelsínugul viðvörun en spáð er norðvestan og norðan 15-23 m/s í dag. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en snjókoma á heiðum, sums staðar talsverð eða mikil úrkoma. Reiknað er með að versta veðrið gangi yfir Norðurþing í dag og standi fram yfir miðnætti í kvöld.

Lesa meira