Landbúnaður á krossgötum. Bændur bjóða heim.
Landbúnaður á krossgötum er yfirskrift málþings sem haldið verðurá degi landbúnaðarins, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, föstudaginn 13. október frá kl. 9 til 13.
Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar hjá Akureyrarbæ stýrir fundinum og pallborðsumræðum að honum loknum. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands setur þingið.
Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna flytur erindi sem nefnist Gróska eða stöðnun. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði fjallar um hagræðingarmöguleika í landbúnaði. Hagsmunagæsla í landbúnaði, staða og horfur er yfirskrift erindis Vigdísar Häsler framkvæmdastjóri BÍ og MArgrétrar Gísladóttur frá SAFL. Höskuldur Sæmundsson sérfræðingar á markaðssviði BÍ flytur erindi sem nefist Flöggum því sem til er og að lokum flytur Sölvi Arnarsson bóndi og veitingamaður í Efsta Dal ll erindi um nýja hugsun í landbúnaði.
Bændur bjóða heim
Á laugardag bjóða nokkrir bændur á svæðinu heim og verða býlin opin frá kl. 12 til 16. Um er að ræða Þórustaði í Eyfjarðarsveit þar sem er stunduð kartöflurækt. Gestum gefst kostur á að kynna sér svínahús sem er í byggingu á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Hrossa- og sauðfjárrækt verður kynnt á Garðshorni í Hörgársveit og mjólkurframleiðsla á Syðri – Bægisá einnig í Hörgársveit.